Leita í fréttum mbl.is

Borgarstjórn staðfestir mismunun

Í gær staðfesti borgarstjórn breytingar á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra þess efnis að samdægursþjónusta sé einungis fyrir þriðjung notenda þjónustunnar. Í þessu felst mismunum þar sem þeir einir njóta ferðaþjónustu fatlaðra sem eru metnir í þörf á þjónustunni á faglegan hátt af sérfræðingur, læknum og félagsráðgjöfum. Notendurnir eiga það sameiginlegt að geta ekki eða illa nýtt sér almenningssamgöngur og fá því rétt til ferðaþjónustu fatlaðra. Það er ekki málefnalegt sjónarmið að skipta fólki upp eftir fötlunarflokki og ég stórefa að það standist jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Ef það ætti að takmarka samdægurs þjónustu hlýtur að þurfa að fara fram mat þannig að þeir einstaklingar sem eru í mestri þörf sitji við sama borð, óháð því hvort fötlunin er líkamleg eða andleg.En það er ekki bara verið að mismuna hópum fatlaðra, nýja þjónustan er of dýr og vinnubrögðin algerlega ólíðandi þar sem ekkert samráð var haft við hagsmunasamtök notenda.

Við afgreiðslu málsins lögðum við fram breytingartillögu (sjá viðhengi) þess efnis að samdægursþjónustan væri fyrir alla sem metnir væru í þörf fyrir sérstaka ferðaþjónustu, en henni var vísað frá af fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra.

Eftir málflutning sem skilaði litlu nema roða í kinnar bókuðum við borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri – grænna að við hörmuðum “þá niðurstöðu sem fengin er í borgarstjórn með breyttum reglum um ferðaþjónustu fatlaðra. Borgarráð samþykkti í nóvember 2005 að bjóða upp á samdægursþjónustu frá og með 1. janúar 2007. Nú samþykkir borgarstjórn að samdægursþjónusta sé einungis fyrir þriðjung notenda þjónustunnar þó svo allir séu metnir í sömu þörf fyrir þjónustuna, enda forsenda að geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur. Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri – grænna efast stórlega að þessi útfærsla standist jafnræðisreglu stjórnsýslulaga sem kveður á um að óheimilt sé að mismuna aðilum við úrlausn sambærilegra mála.  Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri – grænna telja að sá kostnaður sem notendum er ætlað að greiða fyrir þessa nýju þjónustu sé of mikill og ekki í neinu samræmi við þær tekjur sem þessi hópur fær í gengum almannatryggingar. Þá átelja borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri – grænna vinnubrögð í þessu máli. Ekki var haft samráð við hagsmunasamtök notenda þjónustunnar sem þó hafa lýst yfir vilja til að koma að málinu og ótrúlegur seinagangur hefur einkennt alla vinnslu þessa máls.”  Sendi sem viðhengi breytingartillögu okkar í Samfylkingu og Vinstri – grænum, ásamt greinargerð.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Flott að koma með þessa bókun.. eins og ég sagði í fyrri færslu þinni um þetta mál þá er þetta stórt skref afturábak fyrir fatlaða. Þjónustuna þarf að auka og miða að fólkinu - ekki miða fólkið að þjónustunni. Meira svona Björk ofurgella! :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 21.2.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband