Leita í fréttum mbl.is

Aðstoðarmaður borgarstjóra úthlutar íbúðum

 Það kom fram í fjölmiðlum nýverið í viðtali við aðstoðarmann borgarstjóra að hann taldi mjög lítið hafa verið byggt og keypt af félagslegum íbúðum á tímum R-listans. Einnig tjáði hann sig um úthlutanir félagslegra íbúða og sagði m.a.: “Í sumar var ég persónulega í því að taka inn fólk í félagslega húsnæðiskerfið.” Á þeim rúma áratug sem Reykjavíkurlistinn stýrði málum í Reykjavík fjölgaði félagslegum leiguíbúðum frá því að vera 688 árið 1994 í 1518 árið 2006 fyrir utan þjónustuíbúðir. Á sama tíma var unnið markvisst að því að gera úthlutanir faglegar þar sem sameiginlegt úthlutunarteymi raðar umsækjendum í forgangsröð eftir félagslegum aðstæðum. Vegna ummæla aðstoðarmanns borgarstjóra lagði ég fram fyrirspurn í Borgarráði í morgun og spurði:
  1. Hversu marga hefur aðstoðarmaður borgarstjóra tekið inn í félagslega húsnæðiskerfið? 
  2. Er verið að hverfa frá þeim vinnubrögðum a forgangsraða umsækjendum eftir aðstæðum og úthluta pólitískt í félagslegar leiguíbúðir í eigu borgarinnar?
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband