Leita í fréttum mbl.is

Ágreiningur um þjónustu við borgarbúa

Það vekur sannarlega furðu að nú hefur meirihluti Framsóknar og Sjálfsstæðisflokks samþykkt í borgarráði að starfsemi  þjónustumiðstöðva borgarinnar þar sem fram fer þverfagleg vinna á sviði velferðar-, skóla-, leik- og tómstundamála verði flutt undir stjórn Velferðarsviðs.  

Þjónustumiðstöðvar eru nú starfræktar á sex stöðum í borginni og er ætlað að tryggja borgarbúum aðgengilega, heildstæða og markvissa þjónustu sem er til þess fallinn að auka félagsauð og samstarf í hverfum sem leiðir til öflugri hverfavitundar. Þessi þverfaglega og hverfistengda framkvæmd þjónustu hefur fyrir löngu sannað sig með hinu 10 ára gamla tilraunarverkefni, Miðgarði í Grafarvogi. Á þeim tæpu tveimur árum sem sex þjónustumiðstöðvar hafa verið starfandi hafa þær ekki síður náð að festa sig í sessi og ánægja íbúa með þjónustu þeirra hefur vaxið umtalsvert á þeim stutta reynslutíma sem þær hafa fengið til að þróast.

 Svo virðist sem meirihluti borgarráðs sé með bundið fyrir augu og eyru þegar kemur að því að taka tillit til alls þess sem fram kemur í umsögnum frá fagráðum borgarinnar því það er fjarri að fagráðin tali einum rómi um fyrirkomulag þjónustumiðstöðvanna. Í umsögn meirihluta leikskólaráðs segir “leikskólaráð telur það ekki til hagsbóta fyrir leikskóla borgarinnar að þau málefni leikskóla sem þjónustumiðstöðvar sinni nú verði flutt undir Velferðarsvið”, menntaráð telur í sinni umsögn “eðlilegt að sérfræðiþjónusta grunnskóla heyri beint undir Menntasvið” og loks segir í umögn ÍTR að eðlilegt sé að taka upp viðræður um sérstaka þjónustusamninga ef af breytingum verður. Af þessu má álykta að samþykkt borgarráðs byggir ekki á umsögnum, faglegum rökum, hagsmunum borgarbúa eða skilningi á grundvelli hverfistengdrar grunnþjónustu. Meirihlutinn felldi málsmeðferðartillögu frá Samfylkingu og Vinstri – grænum um að leita umsagna hjá þjónustumiðstöðvum, hverfaráðum og samstarfsaðilum í hverfunum til að sem flest og skýrust sjónarmið kæmu fram fyrir svo afdrifaríka ákvörðun. Hér eru hagsmunir borgarbúa í húfi og þarf því að útfæra allar breytingar í sátt við þá sem þjónustuna nota, sem hana veita og aðra samstarfsaðila. Þessir hagsmunir eiga að mati Samfylkingar og Vinstri grænna að vega þyngra en hagsmunir stjórnsýslunnar eða einstakra stjórnmálamanna.  

Ágreiningur varð í borgarráði við afgreiðslu þessa máls þar sem fulltrúar Samfylkingin og Vinstri - grænir greiddu atkvæði ámóti. Málið fer því til borgarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband