Leita í fréttum mbl.is

Laugardalurinn og geðfatlaðir

Minni áhugasamt fólk um Laugardalinn og ekki síður þá sem spenntir eru fyrir uppbyggingu í þágu geðfatlaðra á opin fund um skipulag við Holtaveg sem haldinn verður á fimmtudag kl. 20. Reykjavíkurborg auglýsir nú breytingu á deiliskipulagi til að koma upp 2 sambýlum fyrir geðfatlaða en í dag er þetta opið grænt svæði og eðlilega vilja margir halda því þannig. Þetta er heitt mál í hverfinu í námunda við Langholtsskóla og ekki síður hjá þeim sem hafa beðið lengi eftir uppbyggingu til að koma geðfötluðum út af stofnunum og inn á heimili.

Um það varð pólitísk samstaða í skipulagsráði og borgarráði að setja þessa tillögu í auglýsingu, þar sem talið  var að sátt næðist um þessa uppbyggingu. Borgaryfirvöld hafa litið til þessa svæðis þar sem það er skilgreint í aðalskipulagi sem íbúðasvæði, en í síðasta deildskipulagi er það þó skilgreint sem útivistar- og garðsvæði.

Fundarboðið: Hverfisráð Laugardals boðar til opins kynningarfundar fimmtudaginn 29. mars nk. í samvinnu við Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar og Íbúasamtök Laugardals um fyrirhugaða byggingu tveggja, 2ja hæða  íbúðahúsa við Holtaveg sem hýsa eiga íbúðir fyrir geðfatlaða

Fundurinn verður haldinn í Langholtsskóla og hefst kl. 20:00

Tillöguna má skoða á heimasíðu Skipulags- og byggingarsviðs með því að smella hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir eru velkomnir í Laugardalinn, litlir og stórir, ungir og gamlir, léttlyndir, þunglyndir og allir hinir.

Ef við öll sem teljum okkur hafa gott af nærveru við grænu svæðin í Dalnum og fengjum okkar skika þá yrði ekkert eftir af Laugardalnum.

Það er rangt af stjórnmálamönnum að halda því fram að búsetumál geðfatlaðra standi og falli með því að byggt sé sambýli / fjölbýli í Laugardalnum. Við íbúar við Laugardal óskum Geðhjálp alls hins besta í sínum framsæknu hugmyndum í húsnæðismálum en viljum benda á að andstaða við  bygging fjölbýlishús á þessu svæði í Laugardalnum hefur ekkert með góðar meiningar Geðhjálpar að gera.

Það er afar ósmekklegt hjá stjórnmálamönnum láta í veðri vaka að íbúar við Laugardal séu á móti þessum málstað.

Þetta er grænt svæði og leiksvæði barna sem um ræðir og svona gera menn einfaldlega ekki, að vaða þarna inn og heimta tvö stykki fjölbýli í skjóli góðs málstaðar.

Atli (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 18:43

2 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Ágæti Atli. Ég var alls ekki að ætla íbúum Laugardalsins að vera á móti uppbyggingu fyrir geðfatlaða, þá fyrst væri ég orðin geggjuð. það eru hins vegar uppi mismunandi áherslur um hvað beri að gera við þennan eina reit og ekki óeðlilegt að hvetja alla sem áhuga hafa að mæta til þessa fundar.

Björk Vilhelmsdóttir, 27.3.2007 kl. 21:30

3 identicon

Kæra Björk. Með fyrirsögn á grein þinni "Laugardalurinn og geðfatlaðir", gefur þú í skyn að uppbyggingu í þágu geðfatlaðra standi og falli með því að þeir fái lóð í Dalnum.

Fyrirsögnin ætti frekar að vera "Laugardalurinn og fjölbýli á síðasta græna reitnum" eða "Laugardalurinn og græn svæði". Um það snýst þetta mál eins og þú veist.

Við vonum að umræðan á fimmtudaginn verði málefnaleg og snúist um þau fáu grænu svæði sem eftir eru í Laugardalnum en ekki uppbyggingu í þágu geðfatlaðra við Holtaveg.

Atli, íbúi við Laugardal (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 23:00

4 identicon

Sæl Björk

34000 borgarbúar létu í ljós áhyggjur sínar og andstöðu við byggingaráform í Laugardalnum fyrir nokkrum árum. Laugardalurinn er ein af perlum Reykjavíkurborgar og fólk er ekki tilbúið að fórna þessari perlu á altari "uppbyggingarmaníunnar". Bygging tveggja fjölbýlishúsa í Laugardalnum er ótrúleg ráðstöfun. Það er sama þótt malbiks og steinsteypuáformin séu pökkuð inn í göfugar og fagrar umbúðir líknar, mennta, skemmti eða menningar. Það er sama þótt menn segi að mannvirkin verði í raun bara grænir hólar. Það eru engir Teletubbies í Laugardalnum. Það er með ólíkindum að borgarbúar þurfi endalaust að standa í því að verja Laugardalinn fyrir ásælni byggingaraðila sem virðast margir líta á Laugardalinn sem eina stóra byggingarlóð. Við teljum meira en nóg komið og jafnvel koma til greina að fjarlægja mörg af þeim húsum sem byggð hafa verið í Laugardalnum á undanförnum áratugum. Það orkar tvímælis að staðsetja þennan ákveðna hóp sjúklinga utan við samfélagið inni í almenningsgarði í næsta nágrenni við selina og húsdýrin. Vilji einhverjir meina að andstaðan við þessar byggingar stafi af fordómum gegn einstaklingum veikum á geði þá er rétt að spyrja hvort einmitt þessi staðsetning á afviknum stað við húsdýragarðinn feli ekki í sér raunverulega fordóma í garð geðfatlaðra? Ég tel þessa ráðstöfun vera skref heila öld aftur í tímann, til þeirra tíma er sinnisveikum var úthýst úr samfélagi meðborgara sinna. Öll erum við geggjuð hvert og eitt á okkar eigin máta en það er ekki ekki þar með sagt að við þurfum að sætta okkur við skipulagsákvarðanir sem við teljum vera komnar út fyrir jaðar þess sem eðlilegt getur talist.

ps.

Þú átt heiður skilinn fyrir að opna þessa umræðu, takk.

Með bestu kveðjum.

Jón G.

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband