Leita í fréttum mbl.is

Gerist ekki nema ...

Afdrif frumvarpsins um viðkenningu táknmálsins var raunveruleg viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar. Þessi afstaða kom ekki á óvart þar sem hún er í samræmi við svo margt sem ríkisstjórn fjármagnsins og einstaklingshyggjunnar hefur sýnt og tengist jöfnuði meðal fólks. Nú fyrir kosningar mætti ætla að allir stjórnmálaflokkar, þ.á.m. þeir sem stjórnað hafa landsmálunum í 12 ár, vilji setja velferð fólks í öndvegi. Öryrkjar og aldraðir sem hafa ítrekað þurft að leita réttar síns í dómstólum og þeir sem búa við sára fátækt og njóta ekki aukins kaupmáttar munu væntanlega ekki láta blekkjast.  Ég þakka ungum jafnaðarmönnum fyrir að minna okkur á afdrif frumvarpsins um viðkenningu táknmálsins.

Til að allir íslendingar verði jafnir þarf því að skipta út ríkisstjórn, það munum við gera 12. maí næstkomandi. Ég hlakka til!


mbl.is Ungir jafnaðarmenn vilja að allir Íslendingar verði viðurkenndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég las í gær það sem Ingibjörg og þau mundu vilja gera. Miðað við hvernig allt er í dag hljómaði þetta fyrir mér eins og einhver ætlaði að flytja fjöll og skóga. Er þetta raunhæft markmið sem ég las á TRÚNÓ hér á blogginu ?

Inga Lára Helgadóttir, 31.3.2007 kl. 12:38

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Heyr heyr Björk!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 31.3.2007 kl. 12:43

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Oft var þörf  - en aldrei eins og nú!!!!!

Það má ekki gerast að þessi stjórn sitji áfram.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 31.3.2007 kl. 12:58

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Þörfin er gríðarlega mikil, ég gerði mér enga grein fyrir hve mikil fátækt er og hve margir hafa það ekki gott fyrr en ég fór í félagsráðgjöf í HÍ... þörfin er svo mikil að það er sorglegt...

Inga Lára Helgadóttir, 31.3.2007 kl. 13:07

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Ætli stjórnmálamenn séu rétta fólkið til að gera eitthvað af viti.

Björn Heiðdal, 1.4.2007 kl. 01:23

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég mundi segja að ætti að hlusta meira á þá sem hafa reynslu af hinum ýmsum málefnum og hafa eitthvað af viti til málanna að leggja. Það ætti að vera þannig sama hvaða ríkisstjórn er við völd, hægri eða vinstri...

Inga Lára Helgadóttir, 1.4.2007 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband