Leita í fréttum mbl.is

Kvennafundur á landsfundi

Mikið hlakka ég til Landsfundar Samfylkingarinnar sem hefst nú í hádeginu með vinnu sveitarstjórnarráðs og síðan vinnuhópa. Mest er þó eftirvæntingin að hitta og heyra í þeim konum sem leiða jafnaðarmannahreyfinguna í velferðarríkjum Norðurlandanna, þeim Monu Sahlin frá Svíþjóð og Helle Thorning-Schmidt frá Danmörku. Ég er viss um að við munum fá mikilvægt veganesti inn í kosningarbaráttuna frá þeim og formanni okkar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. 

Nú sit ég við tölvuna og undirbý stutt innlegg á fundi sveitarstjórnarráðsins. Ætla að fjalla um hvernig jöfnuður getur einkennt nærþjónustu á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu. Ég tel það hlutverk okkar    velferðarflokks að leggja línurnar áður en málefni fatlaðra, aldraðra og heildugæslunnar flytjast frá ríki til sveitarfélaga. Við eigum að tryggja jafnan aðgang að þjónustunni, að þjónustu þar sem notendur eru jafnir þeim sem veita hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband