Leita í fréttum mbl.is

Ríkidæmi hinna ríku

Það er gott að misskipting ríkidæmisins skuli vera sett fram svona skömmu fyrir kosningar. Ríkisútvarpið og Morgunblaðið eiga hrós skilið fyrir að fá Capacent Gallup til að gera þessa könnun um afkomu fólks.

 

Ríkisstjórnarfjölmiðlarnir munu leggja áherslu á að meirihlutinn telji afkomu sína hafa batna, en sanngjarnt væri ef þeir litu einnig til þeirra 11.4% sem upplifa að kjör sín hafi versnað á undanförnum árum. Raunar enn fleiri í aldurshópnum 55 – 75 ára eða 14.3%. (ætli þeir spyrji ekki eldra fólk???)

Þó svo hægt sé að mæla kaupmáttaraukningu meðal flestra þá kallar hin aukna misskipting á fátækt þeirra sem lægstar tekjurnar hafa. Fátækt er afstæð og fer eftir þeirri neyslu sem viðurkennd er og tíðkast í hverju samfélagi. Ef þú getur ekki leyft þér það sem allir aðrir virðast leyfa sér, þá upplifur þú þig útundan og hefur það mjög slæm áhrif á sjálfsmynd fólks. Fátækt er mein sem á að uppræta, það er gert með jafnaðarstefnu.

 

Ég vona svo sannarlega að ríkisstjórn ójöfnuðar fari frá nú í maí og við taki stjórn sem er tilbúin að jafna kjör fólksins í landinu og framkvæma byltingu í almannatryggingum.

 

X-S þann 12. maí.


mbl.is Meirihluti segir afkomu sína hafa batnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Góður punktur. Sjaldan hefur betur verið sýnt fram á misskiptinguna.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 21.4.2007 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband