24.4.2007 | 09:53
Borgarvæðing brunarústa
Ég hef mikið verið að hugsa um það undanfarna daga afhverju borgarstjóri treystir ekki einkaaðilum til þess að byggja upp í miðbæ borgarinnar. Er það svo að markaðinum sé ekki treystandi?
Gamli góði Villi leggur ofuráherslu á að Reykjavíkurborg kaupi brunarústirnar til að tryggja uppbyggingu á sem skemmstum tíma. Ég verð að viðurkenna að mér hefur oft sýnst að einkaaðilar séu fljótari að byggja byggingar en borgaryfirvöld. En þá koma rökin um að tryggja götumyndina á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Það ætti ekki er það vandamál fyrir borgina þar sem hún hefur skipulagsvaldið í sinni hendi.
Kannski er það bara eðlilegt að borgin kaupi lóðirnar á nokkur hundruð milljónir og byggi þarna hús í nær upprunalegri mynd. En ég get ekki verið viss því við í minnihluta borgarstjórnar höfum ekki verið höfð með í ráðum þegar rætt er um þessi viðskipti upp á hundruð milljóna króna. Við höfum ekki fengið nein gögn og svo virðist sem borgarstjóri vantreysti ekki bara einkageiranum, heldur líka minnihlutanum. Hann gleymir því að við búum við lýðræðisfyrirkomulag þar sem fjölskipað vald ræður ríkjum, þar sem fulltrúar allra borgarbúa eiga að koma að ákvörðunum er varða hag þeirra og borgarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Facebook
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1197
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.