Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Það var vaðið á drullugum skónum

Ég veit það fyrir víst að það var vaðið yfir fulltrúa sjálfstæðismanna í borgarstjórn í samrunaferli REI og GGE. Fulltrúar meirihlutans, nema minnihluti hans Björn Ingi og Vilhjálmur, fengu engar upplýsingar um kaupréttarsamninga né aðrar hliðarákvarðanir sem teknar voru. Þá var búið að ganga frá sameiningunni áður en meirihlutinn fékk fréttirnar. Það átti því ekki að vaða yfir þau - það var vaðið á drullugum skónum.
mbl.is Átti að vaða yfir okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Björn Ingi sammála?

Er ekki viss um að Björn Ingi verði sáttur við þessa afstöðu ráðherra þ.e. málið hafi verið unnið í allt of miklum flýti og að OR eigi að draga sig strax út úr útrásinni. Hingað til hefur verið rætt um óánægju meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórnarflokknum við borgarstjóra en minna verið rætt um ágreiningin milli þess sama meirihluta við fulltrúa Framsóknarflokksins. það verður gaman að fylgjast með þegar menn koma frá keisarans höllum í Kína.
mbl.is Þorgerður Katrín: Of geyst farið í samruna GGE og REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarfnykur

Það er mikið talað um óeiningu innan Sjálfstæðisflokksins vegna samruna REI og GGE. Ekki kannski skrýtið enda mikil reiði í herbúðum þeirra, en ekki bara út í borgarstjóra. Reiðin beinist ekki síður að fulltrúa Framsóknarflokksins í stjórn OR sem virðist rekast áfram af gengdarlausri valda- og peningagræðgi. Lítið er hugað að hagsmunum borgarbúa sem eiga fyrirtækið og því er ekki verið að hafa fyrir því að tala við fulltrúa þeirra sem eru kjörnir til að gæta hagsmuna þeirra. Framsóknarstrákarnir njóta þess bara að vera í big-business leik, sér og sínum til hagsbóta. Þetta er framsóknarfnykurinn sem olli því að þessi sami fulltrúi sem hefur 51% völd í Reykjavík fékk bara 6% fylgi í kosningum. Hvar er lýðræðið???
mbl.is Fá að kaupa hlut í REI fyrir 10 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránlegt kerfi

Hvers eiga eldri borgarar að gjalda? Hver ber ábyrgð á því að árlega séu tekjuupplýsingar Tryggingastofnunar ekki í tengslum við raunveruleikann? Sá eða sú þyrfti að fá uppsagnarbréf hið fyrsta.

Vona síðan að málefni almannatrygginga verði betur borgið þegar lífeyrismálin fara í Félagsmálaráðuneytið. Tek heilshugar undir kröfur landssambands eldri borgara sem kynntar voru í gær þess efnis.


mbl.is Árleg martröð aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband