Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Forgangur: 1. í umferðinni 2. eldra fólks

  1. Strætó þarf meiri forgang í umferðinni því hvað eykur aðdráttarafl vagnanna meira en þegar þeir bruna fram úr einkabílnum á forgangsakreinum. Þetta gengur vel víðast hvar erlendis og á Miklubrautinni og Grensásvegi, en því miður gengur ekki nógu vel með nýja forgangsakrein í Lækjargötu. Hef ég beint því til minna þingkvenna að taka upp ákvæði í umferðarlögum sem skilgreinir forgangsakreinar og bannar almenna umferð á þeim. Þá er hægt að taka hart á þeim sem leyfa sér að keyra á strætóakreinum á sínum einkabílum.  Í gær varð ég vitni að einum feitum kalli á svörtum fínum jeppa keyra á akreininni og valda hættu.  Stundum get ég þakkað almættinu fyrir að stöðva mig þegar ég verð vitni að svona tillitsleysi. Það er hinsvegar önnur saga en ég læt ekkert stöðva mig þegar ungir hressir töffarar leggja í stæði fyrir fatlaða. Þeir fá að heyra það frá mér. 
  2. Nú fær unga fólkið okkar aftur tækifæri til að standa upp fyrir eldra fólki og í því felst ekki svo lítil menntun fyrir skólafólkið sem nú fær ókeypis í strætó. Menntun er að þroskast sem mannvera - að mennskast - og er þetta ágætur liður í því. Tók strætó í gær og fyrradag og í báðum tilfellum var nokkuð margt í vögnunum en ég fékk sæti. Mér finnst strætó góður fararmáti og sérstaklega er gaman að ferðast með strætó þegar hann er fullur. Því fleira fólk, því meira mannlíf til að njóta.

mbl.is Fullt í strætó á morgnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"jafnvel kældur bjór"

Það var gaman á borgarráðsfundi í dag að sjá bréfið sem borgarstjóri sendi ÁTVR þar sem hann fer fram á að Vínbúðin í Austurstræti hætti að selja bjór í stykkjatali og kælt áfengi. Skemmtilegt finnst mér orðalagið  þar sem borgarstjóri lýsir fyrir áhyggjum sínum þess efnis "að bjór sé seldur í stykkjatali og að jafnvel sé boðið upp á kældan bjór og annað áfengi í stykkjatali".

Í svari ÁTVR kom fram að hætt hafi verið sölu á kældum drykkjum en ekki hafi verið hætt að selja bjór í stykkjatali. Þá lýsir ÁTVR sig reiðubúna að flytja vínbúðina um set í miðborginni og óskar aðstoðar borgaryfirvalda við leit að nýju húsnæði.

Vegna svar ÁTVR mátti ég til með að spyrja tveggja spurninga í borgarráði:

  1. Hyggst borgarstjóri aðstoða ÁTVR við leit að nýjum stað undir vínbúð?
  2. Mun borgarstjóri beita sér frekar fyrir því að bjór verði ekki seldur í stykkjatali?

Ég er hinsvegar sammála borgarstjóra í því að umgengni og drykkja í miðborginni sé áhyggjuefni. Við eigum að taka það mál alvarlega og hjálpa þeim sem eru orðnir "heimilisfastir" á Austurvelli í að eignast raunverulegt heimili. Þá eigum við að fá veitingaraðila til liðs við okkur til að bæta umgengni alla. Þessu vil ég taka á, en er til í að fá kælda hvítvín hjá ÁTVR þegar ég á von á góðum gestum í fiskiveislu heima.


Algert samráðsleysi

Í borgarráði í morgun var tekist á um vinnubrögð borgarstjóra við niðurlagningu Framkvæmdasviðs borgarinnar og stofnun Eignasjóðs. Við fulltrúar Samfylkingarinnar bókuðum enda alvarlegt mál þegar starfsfólk og þeir sem sitja fyrir hönd borgarbúa í viðkomandi fagráðum fá fyrst að heyra um það í fjölmiðlum. Það er hinsvegar staðreynd sem ekki verður litið framhjá.

Þegar við kvörtuðum undan samráðsleysi var svarið: Hvað, samráðið á eftir að eiga sér stað í Stjórnkerfisnefnd.

Orðhengilsháttur er svar mitt við því þegar einhver kallar það samráð að kynna öðrum sem þegar er búið að ákveða og niðurnjörva. Enda eru borgaryfirvöld (einungis meirihlutinn) að fara halda upp á breytingarnar hér í dag, þrátt fyrir allt "samráðið" sem á eftir að eiga sér stað.

 Bókun okkar í borgarráði:

Fulltrúar Samfylkingar í borgaráði taka ekki efnislega afstöðu til fyrirliggjandi tillagna enda þau fyrst nú kynnt í borgarráði. Jákvætt er að málið fái umfjöllun í stjórnkerfisnefnd eins og samþykktir borgarinnar gera ráð fyrir. Hins vegar eru vinnubrögð borgarstjóra í þessu máli ámæliverð. Kom hann fram í fjölmiðlum með yfirlýsingar um að leggja niður Framkvæmdasvið borgarinnar áður en starfsfólk og fulltrúar í viðkomandi fagnefndum fengu að heyra af þessum tillögum. Með þessu var borgarstjóri að skapa óþarfa óvissu fyrir þann fjölda starfsmanna sem hjá sviðinu starfar.
mbl.is Tillga um stofnun Eignajóðs Reykjavíkurborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband