Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

45% reykvískra kvenna ekki með

Mér brá að heyra um það frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins að einungis 55% reykvískra kvenna koma í reglulega brjóstamyndatöku og er það hlutfall alverst meðal íslenskra kvenna. Hvað er að? Hvað kemur til að 45% reykvískra kvenna komi ekki í reglubundna leit sem vegna þess krabbameins sem er algengast meðal kvenna. 

Ég vona að fráleitar gróusögur um hversu vont það er að fara í brjóstamynd hafi ekki fælt konur frá. Það hafa gengið á netinu ótrúlega ófyndnar og vitlausar staðhæfingar (á þó að vera fyndið) um brjóstamyndatökur. Sem dæmi er sagt er að þetta sé álíka og að láta bíl bakka yfir brjóstin. Svar mitt er einfalt:

  • Það er alls ekki sárt að fara í brjóstamynd.
  • Það er hinsvegar hræðilega sárt að missa móður og frænku úr brjóstakrabbameini.

Í ljósi þess hversu fáar reykvískar konur fara í reglubundið brjóstaeftirlit er ljóst að ég verð að ræða þetta við stöllur mínar í borgarstjórn. Spurning hvort við getum á þverpólitískan hátt beitt áhrifum okkar þannig að reykvískar konur séu ekki þekktar fyrir að vera neðst á lista Leitarstöðvarinnar.

Fer í þetta eftir kosningar. Öll hvatning fram að þeim tíma verður væntanlega marklaus. 


Alþýðupíkan fær góða þjónustu

Það má með sanni segja að vel sé tekið á móti okkur konum á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Var að koma úr reglulegri skoðun að ofan og neðan og get ekki annað en þakkað fyrir mig. 

Það góða við þjónustu Leitarstöðvarinnar er að:

  • Viðmótið er sérstaklega jákvætt 
  • Skoðanirnar ganga hratt/öruggt fyrir sig án þess að maður upplifi sig á færibandi.
  • Það er ekki verið að gera vandamál úr hlutunum nema ástæða sé til
  • Kostnaðurinn er 2600 fyrir skoðun, sýnatöku og röntgenmyndatöku og margar konur fá niðurgreitt frá sínum stéttarfélögum eða fyrirtækjum

Já ég hef reynslu af þjónustu Leitarstöðvarinnar bæði við reglubundna skoðun og eins þegar ég þurfti að fara í sérskoðanir og síðan aðgerð vegna breytinga í brjósti sem reyndust sem betur fer góðkynja. Ég tek því ekki undir með þeim sem tala um færibandaafgreiðslu því við konur viljum fá þjónustuna örugga og þannig að tíminn sem fari í þetta sé ekki of mikill. Tekið er tilllit til þess á Leitarstöðinni. 

Takk fyrir mig í dag. Ég kem aftur um leið og ég fæ næsta bréf!

Hægt er að panta tíma í síma 540-1919 eða á veffanginu www.krabbameinsfelagid.is


Eitthvað í loftinu?

Það er eitthvað í loftinu - bæði úti og inni - sem segir mér að Samfylkingin sé sá flokkur sem muni sigra í vor. Frábærum landsfundi var að ljúka þar sem gestir og samflokksmenn komu fram og blésu baráttuandann yfir okkur landsfundarfulltrúa. Kannski kom andinn með þessari hressilegu austanátt sem gekk yfir suðvesturhornið nú um helgina. Það er a.m.k. fyrir austan okkur sem jafnaðarstefnan hefur blómstrað og skipt sköpum í mótun velferðarsamfélaga.

Já það er gott að vera í Samfylkingunni - ég er tilbúin að að berjast  fyrir sigri hennar nú í vor. Það þarf aukin jöfnuð á Íslandi, endurreisn  almannatrygginga,  breytta forgangsröðun  þannig að það fólk sem byggði  upp samfélagið  þurfi ekki að vera á biðlistum eftir  nýjum hnjáliðum eða hjúkrunarrými.

 X-S þann 12. maí. 


Kvennafundur á landsfundi

Mikið hlakka ég til Landsfundar Samfylkingarinnar sem hefst nú í hádeginu með vinnu sveitarstjórnarráðs og síðan vinnuhópa. Mest er þó eftirvæntingin að hitta og heyra í þeim konum sem leiða jafnaðarmannahreyfinguna í velferðarríkjum Norðurlandanna, þeim Monu Sahlin frá Svíþjóð og Helle Thorning-Schmidt frá Danmörku. Ég er viss um að við munum fá mikilvægt veganesti inn í kosningarbaráttuna frá þeim og formanni okkar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. 

Nú sit ég við tölvuna og undirbý stutt innlegg á fundi sveitarstjórnarráðsins. Ætla að fjalla um hvernig jöfnuður getur einkennt nærþjónustu á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu. Ég tel það hlutverk okkar    velferðarflokks að leggja línurnar áður en málefni fatlaðra, aldraðra og heildugæslunnar flytjast frá ríki til sveitarfélaga. Við eigum að tryggja jafnan aðgang að þjónustunni, að þjónustu þar sem notendur eru jafnir þeim sem veita hana.


Samstíga um græn skref

Umhverfisráð Reykjavíkurborgar kynnti í dag græn skref - aðgerðaáætlun til að gera umhverfi og náttúru Reykjavíkur enn betri. Um tillögurnar er pólitísk samstaða því ekkert er mikilvægara í umhverfismálum en að fólk stígi samstíga til jarðar. Þau skref sem nú voru kynnt byggja m.a. á endurskoðun staðardagskrár “Reykjavík í mótun” sem var stefnumótun borgaryfirvalda og borgarbúa um sjálfbært samfélag. Þar komu borgarbúar með hugmyndir sem hér ná fram í aðgerðaáætlun umhverfisráðs.  

Helstu málin í aðgerðaáætluninni eru: Miklu betri Strætó - Verðlaunum visthæfa bíla - Göngum lengra, hjólum meira - Lifandi og skemmtileg borg - Betra loft fyrir alla - Meiri endurvinnsla - Visthæfari leik- og grunnskólar - Byggjum vistvæn hverfi - Höldum borginni hreinni - Reykjavíkurborg verður til fyrirmyndar.

Fögnum eindregið þessum tillögum sem byggja á Reykjavík í mótun.. Aðgerðir í umhverfismálum þurfa að vera þverpólitískar og unnar í samráði við íbúa. Því er mikilvægt að um þessar tillögur verði samstaða – umhverfið og náttúra okkar eiga það skilið. 

Fram kom á blaðamannafundi í dag að kostnaður við þessi grænu skref muni hlaupa á hundruðum milljóna. Ekkert koma fram í  nýlegri 3ja ára áætlun sem benti til þess og nú þarf því að fylgja því eftir að fjármagn komi til þessara góðu grænu skref


Gul aprikósusósa með fiski eða kjúklingi

Það er svo skemmtilegt að vera í páskafríi og gefa sjálfum sér og sínu fólki eitthvað gott að borða. Á föstudaginn langa verður það að vera fiskur og á annan í páskum skal það vera kjúklingur á mínu heimili.

Hér kemur uppskrit af afbragðs apríkósusósu sem er páskagul á litinn. Namm!!!

  • 250 gr. þurrkaðar apríkósur skornar í tvennt. Sett í pott með vatni þannig að fljóti yfir. Soðið í 5 mín og maukað með töfrasprota.
  • Bragðbætt með kjúklingakrafti eftir smekk 
  • 1 dós kókosmjólk

Verði ykkur að góðu.  Nú (að morgni föstudagsins langa) ætla ég að fara steikja amerískar pönnukökur handa Evu og Bjarna. Þau voru að koma heim eftir rúmlega mánaðardvöl í Kólumbíu með Evu Björk, Ingu og Hectori. þau hin síðarnefndu komu í hafragraut með bláberjum og eggjaköku í gærmorgun. 

Nú skilja lesendur mínir afhverju ég nenni ekkert að blogga þessa daganna. Ég er í allt öðrum pælingum - mun skemmtilegri!!! 


Laugardalurinn og landsmálapólitíkin!

Opinn fundur um landsmálapólitík og málefni Laugadalsinsverður haldinn í kvöld kl. 20:00 í Café Flóru í Grasagarðinum. 

Frummælendur:

  •  Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrverandi borgarstjóri
  •  Andrea Þormar frá Íbúasamtökum Laugardals
  • Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður og
  • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar 

« Fyrri síða

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband