Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
29.4.2007 | 23:06
Heit helgi
Já það má með sanni segja að helgin hafi verið heit, í þeirri merkingu að veðrið var afskaplega gott á Blönduósi. Ekki veit ég hvað hversu margar gráður voru, nú er engin Grímur Gíslason til að segja okkur það. Fólk sá milli 16 - 23°C á sínum mælum og fór það eftir því hversu stoltir heimamenn þeir voru. A.m.k. naut ég veðurblíðunnar eins og aðrir.
Samfylkingin í Norðvestur-kjördæmi
Á föstudagskvöld opnaði Samfylkingin kosningaskrifstofu í Fróða (heitir núna Ósbær) og þar komu um 40 manns til fjölskylduskemmtunnar þar sem boðið var upp á húnverskt lambakjöt beint af grillinu. Guðbjartur Hannesson oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hélt frábæra hvatningarræðu auk þess sem hann fór vel yfir málefnastöðuna. Nú munar litlu að við náum inn Önnu Kristínu okkar 3ja manni og verður unnið markvisst að því. Við Árný gerðum okkar besta á laugardagseftirmiðdegi þegar við stóðum fyrir framan Kaupfélagið (nú Samkaup) og dreifum bæklingum og ræddum við fólk sem kom í hrönnum til að kaupa kol á grillin.
Ferming
Í dag var síðan ferming Elínar Huldur Harðardóttur. Hún er yndisleg og sjálfstæð stúlka og mikið var gott að fá að fylgja henni upp að altarinu og vera síðan með fjölskyldu og vinum í fallegri veislu sem haldin var á hótelinu. Þar kom sjálfstæði Elínar Huldu vel í ljós þar sem valdi ekki hefðbundið stelpuskraut, heldur var blátt þema og bauð hún gestum að skoða sitt uppáhaldsdót s.s. svæfilinn sinn, dúkkur og verðlaunapeninga fyrir hestamennsku. Það er ég viss um að Elín Hulda mun dúxa í lífinu - á sinn hátt.
Baráttan framundan
Á laugardag var ég í 8 tíma heimaprófi í stjórnsýslurétti sem ég tók í gamla grunnskólanum. Ég held að það hafi gengið mjög vel, a.m.k. mun betur en mér gekk í síðustu prófunum sem ég tók þar fyrir tæplega þrjátíu árum. Nú er ég laus og liðug, og get því verið enn harðari í baráttunni fyrir nýrri ríkisstjórn - ríkisstjórn velferðar og friðar.
X-S þann 12. maí. Við ætlum okkur aukin jöfnuð, því þarf að kjósa Samfylkinguna.
26.4.2007 | 23:06
Háhraðatenginu í Norðvesturkjördæmi.
Komin norður á Blönduós til að læra, en læt freistast og fer á netið. En þá kemur babb í bátinn. Er hér hjá Kristínu vinkonu sem er með fínn ADSL greini en það dugar ekki þar sem netsambandið er ótrúlega lélegt. Búin að tapa 2 færslum, þeirri fyrri um þetta ástand sem gerir það að verkum að ég skil 100% ósk fulltrúa Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi að fá háhraðatengingar um allt land.
Bloggaði líka áðan undir fyrirsögninni "Afsögn ráðherra, já takk" en það tapaðist. Prófa nú að vista þetta áður en frekari skrif fara í súginn.
25.4.2007 | 21:45
Jesús líklega vonsvikin
Jesús sýndi það svo sannarlega þegar hann var hér meðal mannanna að hann elskaði fólk eins og það var, og ekki dró hann fólk í dilka eftir stöðu þess í samfélaginu. Jesús sýndi þeim sem stóðu höllum fæti gangvart valdhöfum sérstakan áhuga og vildi bæta stöðu þeirra í samfélagi manna.
Nú skil ég ekki þjóðkirkjuna sem boðar orð Jesú krists. Ég ætla samt ekki að segja mig úr þjóðkirkjunni því innan hennar starfar fólk sem er ötult baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra þ.á.m. fyrir rétti til hjónavígslu í Guðshúsum. Ég vil starfa með þessu fólki, þau eiga það skilið að við skoðanasystkin þeirra stöndum nú með þeim.
En ég þarf að spyrja einhvern sem til þekkir, afhverju greiddu bara 22 með tillögunni þegar hún var borin upp af 41 presti og guðfræðingi.
Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.4.2007 | 16:00
Gaman SAMAN
SAMAN-hópurinn á svo sannarlega skilið að fá lýðheilsuverðlaunin í ár. SAMAN-hópurinn vinnur að velferð barna, en hefur með starfi sínu hugað að velferð fjölskyldna. Áróður SAMAN-hópsins fyrir því að börn og foreldrar njóti meiri tíma saman og að foreldrar elski óhikað hefur virkilega stutt mig í foreldrahlutverkinu. Velsæld mín hefur aukist því mín reynsla er sú að því meira saman, því meira gaman.
Til hamingju SAMAN - hópur
SAMAN hópurinn fær Íslensku lýðheilsuverðlaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2007 | 09:53
Borgarvæðing brunarústa
Ég hef mikið verið að hugsa um það undanfarna daga afhverju borgarstjóri treystir ekki einkaaðilum til þess að byggja upp í miðbæ borgarinnar. Er það svo að markaðinum sé ekki treystandi?
Gamli góði Villi leggur ofuráherslu á að Reykjavíkurborg kaupi brunarústirnar til að tryggja uppbyggingu á sem skemmstum tíma. Ég verð að viðurkenna að mér hefur oft sýnst að einkaaðilar séu fljótari að byggja byggingar en borgaryfirvöld. En þá koma rökin um að tryggja götumyndina á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Það ætti ekki er það vandamál fyrir borgina þar sem hún hefur skipulagsvaldið í sinni hendi.
Kannski er það bara eðlilegt að borgin kaupi lóðirnar á nokkur hundruð milljónir og byggi þarna hús í nær upprunalegri mynd. En ég get ekki verið viss því við í minnihluta borgarstjórnar höfum ekki verið höfð með í ráðum þegar rætt er um þessi viðskipti upp á hundruð milljóna króna. Við höfum ekki fengið nein gögn og svo virðist sem borgarstjóri vantreysti ekki bara einkageiranum, heldur líka minnihlutanum. Hann gleymir því að við búum við lýðræðisfyrirkomulag þar sem fjölskipað vald ræður ríkjum, þar sem fulltrúar allra borgarbúa eiga að koma að ákvörðunum er varða hag þeirra og borgarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 00:53
Forseti eftir 2 vikur
Ég vona svo sannarlega að frakkar taki áskorun Segolene Royal og hafni verðbréfahyggjunni en hampi manngildinu. Frakkar þurfa á auknum jöfnuði að halda og jafnari tækifærum til menntunar.
Ég treysti Segolene af því að hún er kona og af því að hún er jafnaðarmaður !!!!
Royal hvetur andstæðinga peningahyggjunnar til að sameinast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2007 | 23:55
Perlur mannlífsins
Mikið væri lífið fátækt ef ekki væru þeir sem eiga fáa sína líka. Ég hitti einn í dag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem Samfylkingin bauð upp á vorhátíð. Það var mikið fjölmenni og góð stemning enda vor í lofti bæði í veðri og pólitík.
Rétt við innganginn hitti ég einstakan mann sem er ötull baráttumaður Samfylkingarinnar og fær oft ýmis hlutverk, stundum kallaður móttökustjórinn. Já hann er einstakur og gefur lífinu sjaldgæf litbrigði. Ég heilsaði að venju og spurði hvort ekki væri búið að fela honum eitthvað hlutverk í dag.
"Jú, jú ég er að telja fólkið"
Frábært segi ég. Mikilvægt að halda utan um fjöldann sem kemur í garðinn. Og hvað heldur þú að það séu margir sem hafa komið?
Minn maður hallar sér að mér og segir með sérstakri áherslu: "Alveg helling!!!"
20.4.2007 | 14:09
Ríkidæmi hinna ríku
Það er gott að misskipting ríkidæmisins skuli vera sett fram svona skömmu fyrir kosningar. Ríkisútvarpið og Morgunblaðið eiga hrós skilið fyrir að fá Capacent Gallup til að gera þessa könnun um afkomu fólks.
Ríkisstjórnarfjölmiðlarnir munu leggja áherslu á að meirihlutinn telji afkomu sína hafa batna, en sanngjarnt væri ef þeir litu einnig til þeirra 11.4% sem upplifa að kjör sín hafi versnað á undanförnum árum. Raunar enn fleiri í aldurshópnum 55 75 ára eða 14.3%. (ætli þeir spyrji ekki eldra fólk???)
Þó svo hægt sé að mæla kaupmáttaraukningu meðal flestra þá kallar hin aukna misskipting á fátækt þeirra sem lægstar tekjurnar hafa. Fátækt er afstæð og fer eftir þeirri neyslu sem viðurkennd er og tíðkast í hverju samfélagi. Ef þú getur ekki leyft þér það sem allir aðrir virðast leyfa sér, þá upplifur þú þig útundan og hefur það mjög slæm áhrif á sjálfsmynd fólks. Fátækt er mein sem á að uppræta, það er gert með jafnaðarstefnu.
Ég vona svo sannarlega að ríkisstjórn ójöfnuðar fari frá nú í maí og við taki stjórn sem er tilbúin að jafna kjör fólksins í landinu og framkvæma byltingu í almannatryggingum.
X-S þann 12. maí.
Meirihluti segir afkomu sína hafa batnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2007 | 12:04
Eins og órangútan
Ég er ekki að tala um Bush þó svo margir hafi réttilega líkt honum við apa. Ég er að tala um sjálfa mig sem fékk þursabit í bakið í gær og er langt í frá upprétt, heldur kengbogin líkt og órangútan. Þetta er ansi óþægilegt en ég vona að sjúkraþjálfarinn minn geti gert eitthvað í dag, (komist ég yfirhöfuð til hans) og eins lét Dofri félagi minn, mig panta tíma hjá höfuðbeina- og spjaldhryggssérfræðing. Það þarf að reyna allt nú 25 dögum fyrir kosningar, mér finnst ég ekki mega missa neinn tíma í baráttunni fyrir nýrri ríkisstjórn.
Annars hef ég lent í þessu nokkrum sinnum og fengið þá ágæta bót meina minna hjá Tryggva kírópraktor. En ætli það sé ekki nóg að fara á tvo meðferðarstaði í dag.
17.4.2007 | 22:16
Hræsni
Það ríkir mikil sorg í Bandaríkjunum vegna skelfilegra fjöldamorða í Blacksburg, Virginíu. Það ríkir líka mikil sorg í Írak því mannslífin þar eru alveg jafnmikilvæg og í Blacksburg. Hvernig væri því að Bush myndi lýsa yfir þjóðarsorg vegna þeirra tuga og hundruða sem deyja þar daglega vegna stríðsreksrar Bush og vina hans þar í landi.
Þeir sem deyja í Írak eiga líka mæður, feður, dætur og syni. Þar ríkir þjóðarsorg í dag og hefur ríkt í rúm 4 ár. Bandaríkjaforseti þarf að átta sig á angistartímanum þar.
Hræsni forsetans er í hámarki þegar kemur að byssueigninni. Bush telur ekki ástæðu til að breyta henni þrátt fyrir þeir sem létust í Blacksburg séu bara um 1% þeirra sem deyja vegna skotsára í bandaríkjunum árlega. Því vona ég að almenningur í Bandaríkjunum látí nú í sér heyra þannig að hin frjálsa byssueign verði endurskoðuð,
Bush segir þjóðarsorg ríkja í Bandaríkjunum vegna atburðanna í Blacksburg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1197
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar