Leita í fréttum mbl.is

Hvaða pólitík skiptir máli?

Þar kom að því að Morgunblaðið tæki úrdrátt út bloggi mínu á bls. 8, en það gerðist í sunnudagsblaðinu í dag. En þegar mér hlotnast þessi heiður, þá er ég að skrifa örstuttan persónulegan pistil, til að láta blogglesendur mína vita að ekki sé von á miklu frá mér þessa helgina. Hvað liggur að baki þessu undarlega vali, veit ég ekki. Hugsanlega er verið að ala á sundrungu á vinstivængnum þar sem vitnað er til þess að við hjónin erum í sitt hvorum flokknum. Ég vona þó í framtíðinni að Morgunblaðið sjái ástæðu til að vitna í mína pólitísku pistla t.d. um strætó, málefni fatlaðra eða önnur velferðarmál.

Best að upplýsa bloggvini mína um að helgin á Úlfljótsvatni var yndirleg. Potturinn var heitur og góður þannig að öll gigt er þolanlegri og vöðvar og andlegt ástand afslappað. Í vikunni framundan eru fundir í Velferðarráði, Umhverfisráði, Borgarstjórn, Borgarráði og í a.m.k. þremur starfshópum sem ég er í. Í mér er engin kvíði, heldur tilhlökkun enda í besta formi eftir pott mínus pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Auðvitað er allt gert til að ala á sundrungu okkar sem erum félagshyggjumegin í pólitíkinni.

En hvað er nú að gerast hægra megin.  Hægri grænir og svo hægri.......og svo framvegis. Allt í góðu hægra megin.

 Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 5.3.2007 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband