Leita í fréttum mbl.is

Þjónustumiðstöðvar í hættu?

Borgarstjórn var að samþykkja nú með 8 atkvæðum gegn 7 að færa Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar undir Velferðarsvið. Ástæða þess að minnihlutinn er andsnúin þessari breytingu er hættan á að sú samþætta þjónusta sem veitt er á miðstöðvunum muni breytast.

Hættan er tilkomin vegna óeiningar meirihlutans sem fram koma í ótrúlega mótsagnakenndum málflutningi í borgarstjórn. Sem dæmi var talað um að stjórnsýsla þjónustumiðstöðvanna myndi engu breyta enda allir sammála um ágæti þjónustumiðstöðvanna. Síðan var sagt að breytingar yrðu kannski ekki að svo stöddu og formaður velferðarráðs vissi ekki hvernig ætti að bregðast við umsögn meirihluta leikskólaráðs þar sem sagði m.a. “leikskólaráð telur það ekki til hagsbóta fyrir leikskóla borgarinnar að þau málefni leikskóla sem þjónustumiðstöðvar sinni nú verði flutt undir Velferðarsvið”, og að “sérfræðiráðgjöf við leikskóla sé eðli sínu ekki velferðarmál.”  Kannski myndi þetta jú kalla á einhverjar breytingar. 

 Svo virðist sem meirihlutinn skilji ekki hvað felist í samþættri þjónustu þar sem verkefni heyra ekki undir ákveðin svið heldur taki mið af þörfum íbúanna sem taka þátt í lausn þeirra. 

Við í borgarstjórn erum kosin af borgarbúum til að gæta þess að þjónustan sem og annað taki mið af þeirra þörfum, en svo virðist sem meirihlutinn sé í borgarstjórn til að gæta hagsmuna stjórnsýslunnar. Í skýrslu um stjórnsýslu velferðarmála sem Invis ehf. gerði fyrir velferðarráð kom skýrt fram að kostir þjónustumiðstöðva væru miklir fyrir íbúanna en gallarnir við núverandi fyrirkomulag væru einungis í stjórnsýslunni. Fyrir hverja erum við að vinna.   

Við afgreiðslu borgarstjórnar bókuðu fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista "Það vekur sannarlega furðu að meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks skuli nú samþykkja að starfsemi þjónustumiðstöðva verði flutt undir velferðarsvið. Svo virðist sem meirihlutinn sé með bundið fyrir augu og eyru þegar kemur að því að taka tillit til þeirra umsagna sem fengust frá fagráðum borgarinnar og bentu til óeiningar um þessa ráðstöfun, bæði innan fagsviðanna og ekki síður innan meirihlutans. Í umræddum umsögnum tala fagráð borgarinnar ekki einum rómi um fyrirkomulag þjónustumiðstöðvanna.  Fyrir liggur að tillagan sem hér hefur verið afgreidd byggir ekki á umsögnum, faglegum rökum eða skilningi á grundvelli hverfistengdrar grunnþjónustu. Það má ljóst vera að grundvöllur þjónustu borgarinnar hlýtur að vera sátt og samstaða. Allar þjónustukannanir hafa staðfest mikla og vaxandi ánægju með þjónustumiðstöðvarnar. Þar sem hagsmunir borgarbúa eru í húfi þarf að útfæra allar breytingar í sátt við þá sem þjónustuna nota, þá sem hana veita og aðra samstarfsaðila. Tillögu þessa efnis var hafnað og það ber að harma. Hagsmunir borgarbúa eiga að mati Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista að vega þyngra en hagsmunir stjórnsýslunnar eða einstakra stjórnmálamanna."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski það sé skynsamlegt að breyta þessu kannski ekki? En ég , sem hef m.a. lesið Invis úttektina,  get ekki séð að fram hafi farið heildstætt mat til að grundvalla þessa ákvörðun á. Lágmarkskrafa hlýtur að vera að ákvarðanir sé teknar á grundvelli faglegra og mats á því hvernig til hefur tekist. Invis bendir einmitt á þessa takmörkun í sinni úttekt. 

hildur (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband