Leita í fréttum mbl.is

Perlur mannlífsins

Mikið væri lífið fátækt ef ekki væru þeir sem eiga fáa sína líka. Ég hitti einn í dag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem Samfylkingin bauð upp á vorhátíð. Það var mikið fjölmenni og góð stemning enda vor í lofti bæði í veðri og pólitík. 

Rétt við innganginn hitti ég einstakan mann sem er ötull baráttumaður Samfylkingarinnar og fær oft ýmis hlutverk, stundum kallaður móttökustjórinn. Já hann er einstakur og gefur lífinu sjaldgæf litbrigði. Ég heilsaði að venju og spurði hvort ekki væri búið að fela honum eitthvað hlutverk í dag. 

"Jú, jú ég er að telja fólkið" 

Frábært segi ég. Mikilvægt að halda utan um fjöldann sem kemur í garðinn. Og hvað heldur þú að það séu margir sem hafa komið?

Minn maður hallar sér að mér og segir með sérstakri áherslu: "Alveg helling!!!" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

þetta var yndislegt ....þetta er svona sannkölluð perlustund mundi ég segja

Gleðilegt sumar, kveðja Inga 

Inga Lára Helgadóttir, 22.4.2007 kl. 15:46

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

þetta var yndislegt ....þetta er svona sannkölluð perlustund mundi ég segja

Gleðilegt sumar, kveðja Inga 

Inga Lára Helgadóttir, 22.4.2007 kl. 15:51

3 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Takk Inga fyrir jákvæða athugasemd nú sem oftar. Ég er ekki vön að svara, en verð samt að segja takk í tíunda hvert sinn!!

Björk Vilhelmsdóttir, 22.4.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband