Leita í fréttum mbl.is

Borgarvæðing brunarústa

Ég hef mikið verið að hugsa um það undanfarna daga afhverju borgarstjóri treystir ekki einkaaðilum til þess að byggja upp í miðbæ borgarinnar. Er það svo að markaðinum sé ekki treystandi?

Gamli góði Villi leggur ofuráherslu á að Reykjavíkurborg kaupi brunarústirnar til að tryggja uppbyggingu á sem skemmstum tíma. Ég verð að viðurkenna að mér hefur oft sýnst að einkaaðilar séu fljótari að byggja byggingar en borgaryfirvöld. En þá koma rökin um að tryggja götumyndina á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Það ætti ekki er það vandamál fyrir borgina þar sem hún hefur skipulagsvaldið í sinni hendi.

Kannski er það bara eðlilegt að borgin kaupi lóðirnar á nokkur hundruð milljónir og byggi þarna hús í nær upprunalegri mynd. En ég get ekki verið viss því við í minnihluta borgarstjórnar höfum ekki verið höfð með í ráðum þegar rætt er um þessi viðskipti upp á hundruð milljóna króna. Við höfum ekki fengið nein gögn og svo virðist sem borgarstjóri vantreysti ekki bara einkageiranum, heldur líka minnihlutanum. Hann gleymir því að við búum við lýðræðisfyrirkomulag þar sem fjölskipað vald ræður ríkjum, þar sem fulltrúar allra borgarbúa eiga að koma að ákvörðunum er varða hag þeirra og borgarinnar.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband