Leita í fréttum mbl.is

13 mánuðir frá síðasta fundi fjölskyldunefndar

Sendi Birna Inga Hrafnssyni eftirfarandi bréf núna áðan.

Björn Ingi Hrafnsson,formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar  

Ósk um fund í fjölskyldunefnd  

Ágæti formaður. Með þessu bréfi vil ég óska eftir fundi í fjölskyldunefnd ríkisstjórnarinnar – og ekki seinna en vænna því aðeins fimm dagar eru þar til henni verður skipt út. Mér reiknast til að nú séu 13 mánuðir frá því að fjölskyldunefnd ríkisstjórnarinnar hélt fund síðast eða 6. apríl 2006. Er það undarlegt eftir allar hinar stóryrtu yfirlýsingar um tímamótavinnu hennar.

Við í Samfylkingunni héldum þó áfram að sinna þessum brýnu málaflokkum. Á síðustu mánuðum hafa á vettvangi flokksins verið útfærðar hugmyndir sem hafa það markmið að bæta hag barnafjölskyldna og kynntar hafa verið í 60 atriða aðgerðaráætlun undir yfirskriftinni – Unga Ísland. Undirrituð sem er fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í fjölskyldunefndinni hef mikinn hug á að deila þessum hugmyndum með öðrum nefndarmönnum, kanna hug þeirra til hugmyndanna og afla stuðnings við að koma þeim til framkvæmda.  Gott væri að þessi fundur gæti orðið við fyrsta tækifæri. 

Kær kveðja, Björk Vilhelmsdóttir  

P.s. Það vekur það athygli mína að búið er að loka vefsvæði fjölskyldunefndarinnar á www.fjolskylda.is og hvergi á vefnum er að finna fundargerðir né annað efni sem nefndir hefur tekið saman.  

Hjálögð er stefna Samfylkingarinnar í málefnum barna og unglinga – Unga Ísland. 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Einarsson

sæl Björk,

þetta er alveg magnað verð ég að segja. Afskiptaleysi framsóknarflokks og sjálfstæðisflokks í málefnum fjölskyldna er agaleg.

kveðja,

Páll Einarsson, 9.5.2007 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband