Leita í fréttum mbl.is

Vítt og breitt

Það er ekki bara kvöldið og veðrið sem er óvenju bjart.  Geðið er gott og sumartilfinning ráðandi í sál og líkama. Var að koma frá Blönduósi í dag en þangað fór ég í gær til að taka þátt í gönguferð vinkvennanna frá Reykjum að Laxholti. Þetta var hörkuganga í 3 tíma þar sem gengið var á móti strekkingsvindi en í glampandi sól um haga bæjanna í gamla Torfalækjarhreppi. Um helgina var ég síðan í Heyholti í Borgarfirði þar sem við Sveinn böðuðum okkur í jónsmessunóttinni á aðfaranótt sunnudags. 

Ég held að það verði ekki mikið um blogg nú í sumar. Raunar verð ég viðloðandi borgarmálin í allt sumar þar sem borgarráð tekur sér ekki sumarleyfi, heldur sleppur út einstaka fundum. Þannig að ég mun láta í mér heyra þegar á þarf að halda.

 Þangað til næst: Njótið lífsins - það er  þess virði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Kvitt, hafðu það gott í sól og sumaryl.

Edda Agnarsdóttir, 27.6.2007 kl. 13:22

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Hlakka til að heyra sögur af þér í sumar! Njóttu þess að vera fáránlega frábær kona, mín kæra Björk! Kveðjur kærar frá Akureyrinni :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 27.6.2007 kl. 21:50

3 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Mikið á ég góða bloggvini. Takk. Elskyou eins og unglingarnir segja.

Björk Vilhelmsdóttir, 28.6.2007 kl. 00:33

4 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Takk fyrir að segja okkur frá gönguferð í Torfalækjarhreppi, stöndum saman í að segja frá því að það er fleira að gera í Húnavatnssýslum en þjóta þar í gegn!

Guðrún Helgadóttir, 3.7.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband