Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.6.2007 | 22:49
Vítt og breitt
Það er ekki bara kvöldið og veðrið sem er óvenju bjart. Geðið er gott og sumartilfinning ráðandi í sál og líkama. Var að koma frá Blönduósi í dag en þangað fór ég í gær til að taka þátt í gönguferð vinkvennanna frá Reykjum að Laxholti. Þetta var hörkuganga í 3 tíma þar sem gengið var á móti strekkingsvindi en í glampandi sól um haga bæjanna í gamla Torfalækjarhreppi. Um helgina var ég síðan í Heyholti í Borgarfirði þar sem við Sveinn böðuðum okkur í jónsmessunóttinni á aðfaranótt sunnudags.
Ég held að það verði ekki mikið um blogg nú í sumar. Raunar verð ég viðloðandi borgarmálin í allt sumar þar sem borgarráð tekur sér ekki sumarleyfi, heldur sleppur út einstaka fundum. Þannig að ég mun láta í mér heyra þegar á þarf að halda.
Þangað til næst: Njótið lífsins - það er þess virði!
21.6.2007 | 11:48
Íbúaþing í Laugardal
Í morgun samþykkti Hverfisráð Laugardals tillögu mína um að halda íbúaþing í Laugardal nú í haust. Ég tel afar mikilvægt að virkt samráð sé á milli borgaryfirvalda og borgarbúa til að ná fram sátt um það umhverfi sem við lifum í. Það sýndi sig í borgarráði nú áðan þegar lögð var fram ný tillaga sem nú fer í auglýsingu um eitt sambýli við Holtaveg sem skerðir á engan hátt græna svæðið sunnan við Langholtsskóla sem fyrri tillaga gerði ráð fyrir. Samráðið skilar sér og ég óska Íbúasamtökum Laugardals til hamingju með þennan mikla áfanga.
Tillagan um íbúaþingið var svohljóðandi:
Hverfisráð Laugardals samþykkir að undarbúa í samvinnu við Íbúasamtök Laugardals, Reykjavíkurráð ungmenna og Þrótt/Ármann íbúaþing sem haldið verði snemma næsta haust í Laugardal.
Íbúaþingið ræði um:
- Mikilvægi grænna áherslna í Laugardal
- Óskir mismunandi hópa s.s. barna, unglinga, foreldra, fullorðinna og eldri borgara um framtíð dalsins
- Mögulega uppbyggingu í sátt við umhverfið.
19.6.2007 | 16:32
Á bleiku skýi
Ég er svo sannarlega á bleiki skýi í dag, umvafinn bleiku sjali og með bleika skartgripi. Ástæða ánægju minnar er sú að borgarstjórn samþykkti einróma í dag tillögu Steinunnar Valdísar um kynbundna launakönnun sem á að:
- Leiða í ljós mögulegan kynbundin launamun og bera saman við fyrri kannanir
- Leggja mat á áhrif starfsmats á laun karla og kvenna
- Greina orsakir og uppruna þess kynbundna launamunar sem í ljós kann að koma
Steinunn Valdís hættir með stæl í borgarstjórn og tekur nú til við jafnréttismálin á Alþingi. Við getum vænst mikils.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2007 | 14:18
Droplaugarstaðir í fararbroddi
Droplaugarstaðir er frábært hjúkrunarheimili á margan hátt og ekki síst þegar kemur að starfsfólki af erlendum uppruna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Droplaugarstaðir eru í fararbroddi þegar kemur að starfsþróun erlends fólks en hjúkrunarheimilið fékk viðurkenningu Alþjóðahúss árið 2005 fyrir öflugt starf til að meta menntun starfsmanna sinna frá heimalöndum þeirra.
Nýlega kom til Velferðarráðs Reykjavíkurborgar tillaga frá Ingibjörgu Bernhöft forstöðukonu Droplaugarstaða um íslenskunám á launum áður en starf hefst. Auðvitað sagði Velferðarráð einróma já, enda hugmyndin góð og mun væntanlega veita aukna starfsánægju og þar með lengri vinnutíma starfsmanna fyrir stofnunina.
Droplaugarstaðir sem eru eina hjúkrunarheimilið í opinberum rekstri sem býður einungis upp á einstaklingsherbergi fær nú enn eina rósina í hnappagatið - frábært!!!
Stefnt að fjölgun starfsmanna í umönnun við aldraða í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2007 | 12:03
Velferðaráherslur Samfylkingarinnar
Það er alveg augljóst að Samfylkingin er komin í ríkisstjórn - frábært!!! Aðgerðaáætlunin sannar að það var þess virði að fara í ríkisstjórn þó svo það væri í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Ég er virkilega ánægð með þessar velferðaráherslur sem munu skila sér til þeirra sem á þurfa að halda. Foreldrar og börn á biðlistum eftir þjónustu fá strax aukna von, tekjulágir foreldrar fá hærri barnabætur og aldraðir sem hafa allt of lítið milli handanna eiga möguleika á bættum kjörum. Svona á þetta að vera - þökk sé okkar fólki!
Fækkun á biðlistum forgangsatriði í aðgerðaáætlun í þágu barna og unglinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2007 | 15:45
Fékk 9.5 í fótsnyrtingu
Þeir sem ekki eru að skora hátt í samræmdum prófum Námsmatsstofnunar eru ekki síðri en aðrir. Þeir er kannski með háar einkunnir og sýna snilld sína í matreiðslu, smíðum, myndmennt, leiklist og eru með 10 í félagslegum samskiptum sem við getum líkað kallað vináttu.
Já hvernig væri að meta nemendur eftir því sem skiptir mestu máli: hversu góðir þeir eru við náungan, hversu oft þeir heimsækja langömmu á Droplaugarstaði og eða standi upp fyrir eldri herramanni í strætó. Það er mín skoðun að allt of mikið sé litið fram hjá þessum mannlegu þáttum í viðleitninni við að koma öllum í skilning um hvaða hluti setningar kallast andlag og hvað sé viðtengingarháttur. Ég er örugglega bara ein af mörgum þúsundum sem skil illa þessi hugtök en kemst samt sem áður ágætlega í gengum lífið. Kannski vegna þess að ég reyni að klappa mér og öðrum á öxlina þegar þeir sinna sér og sínum þannig að eftirbreytni sé að. Nýlega bauð ég gamalli frænku upp á fótsnyrtingu heima í stofu og hefði sjálfsagt fengið 9.5 einkunn hefði atburðurinn verið mældur á prófi. En ég get viðurkennt það fyrir lesendum að ég fékk helmingi minna í íslensku hér um árið. Samt sem áður er ég bara ágæt!
Nemendur í Suðvesturkjördæmi koma best út úr samræmdum prófum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2007 | 23:36
Ég styð ríkisstjórnina!
Svona er lífið undarlegt. Ég hef ekkert bloggað í 16 daga og síðasta færsla var undir fyrirsögninni "Ég styð Framsókn". Ekki var þessari kaldhæðni ætlað að lifa svona lengi, en einhverra hluta vegna þá lagðist ég í dvala gagnvart ýmsum verkum þ.á m. bloggi.
En ég styð ríkisstjórnina og ætla að segja það hér með upphátt. Það verður þó að viðurkennast að ég hef ég blendnar tilfinningar þegar ég lýsi yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn, enda er það í sjálfu sér erfitt þegar litið er til fortíðar. Ég ætla hins vegar ekki að líta til ákvarðana og forgangsröðunar fortíðarinnar sem Samfylkingin hafði enga möguleika á að stjórna. Ég trúi því að Samfylkingin muni ná fram auknum jöfnuði í samfélaginu og átaki til að bæta hag barnafjölskyldna, eldri borgara og annarra sem þurfa að reiða sig á almannaþjónustu og almannatrygginga. Þess vegna styð ég ríkisstjórnina því ég hef trú á okkar fólki.
Læt fylgja með uppskrift að fiskisúpu sem lætur fólki líða vel.
Fiskisúpa Bjarkar
- 2 msk. smjör
- 2 sax. laukar
- 1 sax. blaðlaukur
- 1 knippi söxuð steinselja
- 4 dl. fiskikraftur (1 teningur)
- 2 dsl. mysa / hvítvín
- Safi af kræklingum
- 1 dós tómatar
- 2 pressuð hvítlauksrif
- 1 tsk. jurtasalt
- ½ tsk. cyennepipar
- 4 msk. sax dill
- 1 dós kræklingar
- 1 lítill lúðubiti / hvítur fiskur
- 250gr. rækjur
Laukur svissaður í smjöri og síðan er allt annað en fiskmetið látið krauma í 10-15 mín. Þá er fiskmetið sett út í og súpan borinn fram um leið og suða hefur komið upp. Ekki sjóða súpuna eftir að fiskurinn er komin út í. Lúða má þó aðeins sjóða í örfáar mínútur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 14:33
Ég styð Framsókn
Ég er eiginlega alveg miður mín að hafa ekki kosið Framsóknarflokkinn á laugardaginn. Ég er alveg til í að lýsa opinberlega yfir stuðningi við Framsókn og fá aðra 10 með mér. Mér skilst nefnilega að ef Framsókn hefði fengið 11 fleiri atkvæði þá hefði ríkisstjórnin fallið.
Ég vil skipta - og því er ég til í að styða Framsókn.
Framhald núverandi stjórnarsamstarfs feigðarflan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2007 | 10:25
Missir af Merði
Tel það missi fyrir Alþingi Íslendinga að Mörður skildi detta út af þingi og að Samfylkingin skuli hafa tapað 2 þingmönnum. Hinsvegar hef ég engar áhyggjur af Merði þar sem hann mun hafa nóg fyrir stafni sem varaþingmaður og íslenskufræðingur.
Þá þykir mér miður hvað kjörsókn var dræm og held að það hafi haft áhrif á okkar kjörfylgi. Sjálf festist ég í umferðarteppu eftir að hafa notið risessunnar og föður hennar. Eftir á talaði ég um samsæri Listahátíðar gegn lýðræðinu og hélt um tíma að umferðaröngþeitið kringum þau feðgin hefði tekið þann tíma frá fólki sem það annars hefði notað til að fara á kjörstað. En hvað olli, veit ég ekki. Ég er ekki sátt ef Sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkur ætli sér að sitja áfram.
Mörður Árnason: Hundfúll" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2007 | 15:56
Nýja ríkisstjórn fyrir mitt fólk - takk!
Það þarf nýja ríkisstjórn til að gera stórátak í málefnum aldraðra sem misst hafa heilsuna, Jón frændi sem býr á fjórbýli á Hrafnistu þarf á því að halda. Hugsum um hag hans og 900 annarra sem búa í þvingaðri sambúð á hjúkrunarheimilum. Frænka mín þurfti að reiða sig á matargjafir Mæðrastyrksnefndar í 2 mánuði eftir að hún þurfti ný gleraugu. Hennar tekjur eru einungis frá almannatryggingum en ekki lífeyrissjóðum eða eftirlaunagreiðslum því hún ól upp mörg börn og gat unnið takmarkað utan heimilis. Vinkona mín sem er öryrki hefur ekki farið til tannlæknis í mörg ár. 5000 börn eru fátæk á Íslandi. Þriðjungur aldaðra lifir undir fátækramörkum.
Svona er því miður hægt að telja upp á íslandi árið 2006, eftir 12 ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Mér finnst að fólk eigi ekki að kjósa um hag eigin buddu, ef það tilheyrir þeim hópi sem hefur það mjög gott, fólk á að kjósa út frá hag þeirra sem minnst bera úr bítum.
Ég vil að við kjósum ríkisstjórn jafnaðar, velferðar og friðar.
Að lokum minni ég ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins frá því 2003 Sjálfstæðisflokkurinn lýsir yfir eindregnum stuðningi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að skipa Íslandi í hóp þeirra ríkja sem styðja frelsun Íraks."
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar