Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
28.2.2007 | 21:04
Samræmd próf í góðmennsku
Mér er afskaplega hrifin af verðlaunum Guðrúnar Halldórsdóttur og fyrir þau fær hún 10 í mínum kladda. En ég vil ganga lengra. Mín skoðun hefur lengi verið sú að samræmd próf eigi ekki rétt á sér. nema prófað sé í ýmsu öðru en viðtengingarhætti þátíðar, skildagatíð og frumlagi setninga.
Ég vil að nemendur séu metnir af því hversu góðir þeir eru við náungan, hversu oft þeir heimsækja langömmu á Droplaugastaði og eða standi upp fyrir eldri herramanni í strætó. Það er mín skoðun að allt of mikið sé litið fram hjá þessum mannlegu þáttum í viðleitninni við að koma öllum í skilning um hvaða hluti setningar kallast andlag og hvað sé viðteningarháttur. Ég er örugglega bara ein af mörgum þúsundum sem veit lítið um þessi atriði en komast samt sem áður ágætlega í gengum lífið. Ég reyndi að klappa mér og öðrum á öxlina þegar þeir sinna sér og sínum þannig að eftirbreytni sé að. Nýlega bauð ég gamalli frænku upp á fótsnyrtingu heima í stofu og hefði því fengið 9.5 á samræmdu prófi fyrir vikið, en fyrir lesendum viðkennt að ég fékk helmingi minna í íslensku hér um árið.
Guðrún Halldórsdóttir kann að meta það sem raunverulega skiptir máli.
Verkakonur, einstæðar mæður og ungmenni af erlendum uppruna hljóta hvatingarstyrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2007 | 16:13
Bókun um úttekt á Miklubraut 18
Eftirfarandi bókun lögðum við fulltrúar minnihlutans fram í Velferðarráði Reykjavíkurborgar í dag við lítinn fögnuð.
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista lýsa undrun sinni yfir því að starfsmenn Velferðarsviðs skuli kjósa gagnrýna fjölmiðla og fulltrúa minnihlutans vegna umfjöllunar um starfsemi stuðningsbýlisins á Miklubraut 18 með tilkynningu sem send var fjölmiðlum 15. þessa mánaðar. Sú tilkynning var ekki send velferðarráði sem verður einnig að teljast undarlegt. Það ber því vott um sérkennilega afstöðu til almennrar umfjöllunar um opinberan rekstur þegar starfssvið á vegum borgarinnar telur að halda beri frá fjölmiðlum efni skýrslu sem inniheldur úttekt á þjónustu. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í lýðræðislegri umræðu, ekki síður en kjörnir fulltrúar. Ekki verður með nokkru móti séð að sú umræða sem átt hefur sér stað um efni umræddrar skýrslu skaði á nokkurn hátt notendur þjónustunnar né að ástæða hafi verið til að halda efni hennar leyndu. Markmið umræðunnar er þvert á móti að bæta gæði þjónustu við notendur hennar. Þótt skýrslan dragi fram nokkra jákvæða þætti starfseminnar verður ekki litið framhjá því að neikvæðir þættir eru yfirgnæfandi. Skýrslan er dagsett í september 2006 og kynnt rekstraraðilum í október, en velferðarráði ekki fyrr en um miðjan febrúar 2007. Þá var búið að gera nýja samninga við rekstraraðilann. Það hefði verið eðlileg vinnuregla að velferðarráð hefði verið upplýst um úttektina áður en nýir samningar voru gerðir. Það er vandséð að trúnaðurinn við þjónustuaðilann eigi að vera yfirsterkari upplýsingaskyldunni gagnvart kjörnum fulltrúum. Jafnframt verður ekki annað séð en að hagsmunir og skoðanir notenda séu að litlu hafðir með því að gerður sé samningur við sama þjónustuaðila án eðlilegrar skoðunar og umræðu í ljósi þeirrar stöðu sem upp var komin. Úttekt á starfseminni á Miklubraut 18 vekur upp spurningar um hvort eðlilegt sé að áhugahópar sjái um svo viðkvæma starfsemi sem hér um ræðir. Fagaðilar sem vitnað er til efast um að slíkt sé heppilegt. Í ljósi þessa og ýmissa annarra upplýsinga sem fram hafa komið er eðlilegt að á næstunni fari fram heildarendurskoðun á því hvort og í hve miklum mæli fela beri áhuga- og trúarhópum að sinna viðkvæmri þjónustu á vegum borgarinnar.
26.2.2007 | 11:45
Allir í strætó - minnkum svifryk
Það er full ástæða til að leggja einkabílnum í dag. Óþarfi að slá fyrri svifryksmet eins og margt bendir til í dag. Ég geri mitt með því að fara út núna í strætó, vagn 6 frá Ráðhúsinu upp í Útvarp Sögu. Verð þar með hádegispistil um þetta helst í borgarpólitíkinni. Tek síðan bara einhvern vagn niður í bæ á eftir, þá síðdegis annan vestur á hjónagarða. Verð að passa seinnipartinn eins og suma daga undanfarið og ferð þá með litla barnabarnið í vagninum í strætó. Það er engin hindrun þar sem nánast allir vagnar eru lággólfsvagnar og maður þarf enga hjálp með barnavagninn eins og í gamla daga. Búin að prófa þetta margoft undanfarið með góðum árangri.
Það er gott að nota strætó og algerlega nauðsynlegt á svona dögum. Vonandi sé ég sem flesta.
Búist við mikilli svifryksmengun í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2007 | 16:25
Gengin í Samfylkinguna
Á ársfundi kvennahreyfingar Samfylkingarinnar í dag gekk ég í Samfylkinguna. Éf hef unnið náið með Samfylkingunni í borgarstjórn í rúmt ár, en ekki gengið í flokkinn þar sem brennt barn forðast eldinn. Á þessu ári samstarfs hefur ekki borið skugga á og sárin hafa gróið enda vinnubrögð innan Samfylkingarinnar einstaklega lýðræðisleg og gefandi.
Pólitískt hef ég fundið fyrir miklum samhljóm í velferðarmálum sem kom reyndar ekki á óvart. En því meira sem ég hef kynnst kvenfrelsisáherslum Samfylkingarinnar og umhverfisstefnunni Fagra Ísland hef ég enga ástæðu til að standa utangarðs. Mig var farið að langa virkilega til að taka fullan þátt í starfinu og vinna kröfuglega ásamt félögum mínum að því að skipta út ríkisstjórn í vor.
22.2.2007 | 14:08
Sólin skín enn skærar
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2007 | 13:47
Aðstoðarmaður borgarstjóra úthlutar íbúðum
- Hversu marga hefur aðstoðarmaður borgarstjóra tekið inn í félagslega húsnæðiskerfið?
- Er verið að hverfa frá þeim vinnubrögðum a forgangsraða umsækjendum eftir aðstæðum og úthluta pólitískt í félagslegar leiguíbúðir í eigu borgarinnar?
21.2.2007 | 14:28
Borgarstjórn staðfestir mismunun
Við afgreiðslu málsins lögðum við fram breytingartillögu (sjá viðhengi) þess efnis að samdægursþjónustan væri fyrir alla sem metnir væru í þörf fyrir sérstaka ferðaþjónustu, en henni var vísað frá af fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra.
Eftir málflutning sem skilaði litlu nema roða í kinnar bókuðum við borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna að við hörmuðum þá niðurstöðu sem fengin er í borgarstjórn með breyttum reglum um ferðaþjónustu fatlaðra. Borgarráð samþykkti í nóvember 2005 að bjóða upp á samdægursþjónustu frá og með 1. janúar 2007. Nú samþykkir borgarstjórn að samdægursþjónusta sé einungis fyrir þriðjung notenda þjónustunnar þó svo allir séu metnir í sömu þörf fyrir þjónustuna, enda forsenda að geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur. Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna efast stórlega að þessi útfærsla standist jafnræðisreglu stjórnsýslulaga sem kveður á um að óheimilt sé að mismuna aðilum við úrlausn sambærilegra mála. Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja að sá kostnaður sem notendum er ætlað að greiða fyrir þessa nýju þjónustu sé of mikill og ekki í neinu samræmi við þær tekjur sem þessi hópur fær í gengum almannatryggingar. Þá átelja borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna vinnubrögð í þessu máli. Ekki var haft samráð við hagsmunasamtök notenda þjónustunnar sem þó hafa lýst yfir vilja til að koma að málinu og ótrúlegur seinagangur hefur einkennt alla vinnslu þessa máls. Sendi sem viðhengi breytingartillögu okkar í Samfylkingu og Vinstri grænum, ásamt greinargerð.
20.2.2007 | 16:52
Solla stirða
Bendi á frábæra samantekt á truno.blog.is um hversu Ingibjörg Sólrún er vond - sérstaklega gagnvart konum - að mati Staksteina. Tær snilld að afhjúpa rógsferð Styrmis og samstarfskarla hans á hendur þeirri konu sem þeir eru hræddastir við.
Takk truno!!!!
18.2.2007 | 22:46
Dæmd öfgafeministalesbía
Já. Ég fékk athugasemd frá óskráðum notenda vegna pistils mín gegn væntanlegri klámstefnu í Reykjavík. Viðkomandi sagði "ég yrði ánægður ef öfgafeministalesbíur eins og þú myndu láta þá sem vilja skoða klám í friði."
Ég var ekki að ráðast að þessum manni persónulega, þó svo ég deili þeirri skoðun með borgarstjóra, biskupi og flestöllum sem hafa tjáð sig undanfarið að klám sé ofbeldi og niðurlægjandi fyrir þá sem það stunda. En eitthvað er sárt fyrir þennan mann og hans líka að heyra þá umræðu sem nú hefur blessunarlega vaknað í samfélaginu gegn klámi.
En ég tek því ekki alvarlega að vera kölluð öfgafeminstalesbía. Er ekkert á móti feministum né lesbíum nema síður sé og öfgafólk margt hvert er alveg ágætt. Ég hef áður verið kölluð trukkalessa í netmiðli og í útvarpsþætti og fundist það bara allt í lagi. Fólk má hafa sínar skoðanir á mér, en ég skil bara ekki hvað fólk er að blanda kynhneigð inn í umræðu um ofbeldi.
16.2.2007 | 11:52
Enga klámkónga í Farmers Pallace!
Ég vil ekki fá ykkur klámkónganna í heimsókn til Reykjavíkur og gera höfuðborgina okkar að stað fyrir klámframleiðendur og klámiðnaðinn. Klám er kynbundið ofbeldi sem beinist aðallega gegn konum. Ég vil ekki sjá þessi viðskipti. Hótel Saga og ferðamannaiðnaðurinn getur alveg án þessarar heimsóknar verið. Ef við réttum þessum aðilum litla puttann og mótmælum ekki kröfuglega þá er ég hrædd um að þessi kaupstefna verði byrjunin á nýjum tímum þar sem Reykjavík verður gerð að paradís klámmyndaiðnarins.
Klámvæðingin hefur nú þegar haft allt of mikil áhrif. Ég vil ekki sjá meira!
Klámþing verður haldið hér á landi í næsta mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar