Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

78% undir fátækramörkum

78% Palestínumanna lifa undir fátækramörkum. Þegar fátækramörk eru skilgreind fer það eftir efnahag þess samfélags sem í hlut á. Fátæktin í Palestínu er því ekkert lík því sem við þekkjum hér á landi, þó svo ég vilji ekki gera lítið úr henni. Fátæktin í Palestínu kemur í veg fyrir að fólk nærist, fólk veikist og fær ekki læknisaðstoð. Fátæktin kemur í veg fyrir menntun fólksins og grefur undan möguleikum á friði. Þetta eru staðreyndir sem fram koma í fréttum en hafa ótrúlega lítil áhrif í alsnægtasamfélagi okkar. Sjálf hef ég horft upp á fátækt Palestínumanna í tveimur ferðum mínum til Palestínu og maður verður ekki samur á eftir.

Öll aðstoð við Palestínumenn kemur í góðar þarfir, líka litlar 4 milljónir. En rosalega þurfum við að auka þátt okkar í aðstoð við Palestínumenn og aðra sem búa við álíka hörmungar sem oftast má rekja til innrásar annarra ríkra ríkja.


mbl.is 4 milljónir til neyðarstarfs í Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttukonan Bryndís

Frábært hjá Bryndísi Ísfold fulltrúa Samfylkingarinnar í Mannréttindanefnd að setja þetta mál á dagskrá og fá samþykkt að farið verði í aðgerðir til að sporna gegn nauðgunum í og við skemmtistaði borgarinnar. Þetta er þó ekkert flokkspólitískt mál, en það þarf öflugan feminísta til að berjast áfram í þessum málaflokki þannig að það skili árangri. Ég er stolt að minni konu.
mbl.is Sporna á við kynferðisofbeldi á skemmtistöðum borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsnæðiskostnaður eldri borgara

Í velferðarráði í gær lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram fyrirspurnir um byggingu nýrra íbúða í þágu eldra borgara og hvert væntanlegt verð þeirra verði. Það er nokkuð ljóst að eldra fólk sem hefur einungis tekjur frá almannatryggingum, tæpar 127 þús. á mánuði, og eða með litlar tekjur umfram það mun ekki geta eignast íbúðir á uppsprengdu verði né leigt á þeim kjörum sem gerast á almennum leigumarkaði. Því er afar brýnt að mæta þörf þeirra sem eru verst settir fjárhagslega þó þannig að þeir geti nýtt sér almennt húsnæði sem í boði.  Við höfum rökstuddar áhyggjur af því að nýjar þjónustuíbúðir verði mjög mörgum eldri borgurum allt of dýrar, bæði eignaríbúðirnar og leiguíbúðirnar. Þá er líklegt að leiguíbúðirnar verði fáar og muni ekki anna eftirspurn.Til að fá nauðsynlegar upplýsingar upp á borðið lögðum við fram eftirfarandi fyrirspurn á fundi ráðsins í gær:  Í nýjum lykiltölum Velferðarsviðs kemur fram að 370 eldri borgarar eru nú á biðlista eftir þjónustuíbúð. Því er spurt:
  1. Hversu margar þjónustuíbúðir eru nú í byggingu í Reykjavík ?
  2. Hversu stór hluti fyrirhugaðs húsnæðis verður
    1. eignaríbúðir
                                                              i.      Fjöldi íbúða eftir stærð                                                            ii.      Áætlað verð íbúða
    1. leiguíbúðir
                                                              i.      Fjöldi íbúða eftir stærð                                                            ii.      áætluð leigufjárhæð

Börn í boði Eimskips

Hingað til hefur verið sátt um að gefa börnum jöfn tækfæri hvað varðar menntun. Nú á að rjúfa þá sátt og gefa fyrirtækjum tækifæri til að greiða sérstaklega fyrir menntun barna starfsmanna sinna. Sum börn munu því menntast í boði stórfyrirtækja og einangrast í forréttindaheimi og þröngsýni. Þetta er hryllileg tilhugsun.

Það var merkilegt að heyra umfjöllum um einkavæðingu leikskóla í þættinum Ísland í dag nú í kvöld. Þáttastjórnendur sem greinilega voru jákvæðir gagnvart hugmyndinni töluðu við fólk úr atvinnulífinu sem gat hugsað sér að stofna leikskóla í tengslum við sín fyrirtæki. Formaður leikskólaráðs, Þorbjörg Helga, var hin ánægðasta með þennan möguleika en Sigrún Elsa borgarfulltrúi okkar Samfylkingarinnar hélt sönsum í þessari lofræðu um möguleika einkaframtaksins.

Ég er ekki á móti því að sjálfseignarstofnanir reki leikskóla eins og lengi hefur tíðkast, enda er það gert á grundvelli menntastefnu og reglna sem eru þær sömu fyrir alla leikskóla Reykjavíkur. Þannig hefur verið tryggð fjölbreytni og foreldrar og börn með sérstakar óskir í uppeldismálum hafa fengið val. Mikil áhersla hefur verið lögð í uppbyggingu og innra starf leikskólanna þann tíma sem Reykjavíkurlistinn réð ríkjum í borginni. Nú eru leikskólarnir okkar flaggskip og leikskólakennarar víða að koma hingað í námsferðir og ekki síður þeir sem vinna að stefnumótun í þessum málaflokki.

Ef Reykjavíkurborg ætlar nú að færa fyrirtækjunum rekstur leikskóla er verið að mismuna börnum gróflega. Við vitum að þau fyrirtæki sem hafa mikinn auð myndu greiða niður þessa þjónustu fyrir sitt starfsfólk. Börn þess starfsfólk myndi hugsanlega njóta góðs af, en ekki þau börn sem myndu áfram vera í borgarreknum leikskólum. Hvort Reykjavík geti keppt við stórkapitalið má efast. 


Góðir grannar

Á unglingsárum mínum á Blönduósi þotti fínt að líta niður á Skagstrendinga og ég hef rökstuddan grun um að því hafi verið öfugt farið á Skagaströnd. Þannig var hrepparígurinn í þá daga milli þessara tveggja kaupstaða í Austur Húnavatnssýslu.

Seinna komst ég að því að Skagstrendingar eru ekkert ólíkir okkur Blöndósingum, þó mun fleiri þar hafi migið í saltan sjó, enda fiskveiðar þeirra lifibrauð.

Ég óska Skagstrendingum til hamingju með nýja nafnið á sveitarfélaginu - nú loks eru þeir í raun réttnefndir.


mbl.is Nafni Höfðahrepps breytt í Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nágrannalýðræðið of mikið?

Við Reykvíkingar erum alveg búin að tapa okkur í eigin einstaklingshyggju sem er að koma alvarlega niður á meðbræðrum okkar. Kaffistofa Samhjálpar er skjól fyrir tugi einstaklinga á hverjum degi og hefur ekki verið til vandræða á Hverfisgötunni hingað til - nema síður sé. Það er því með ólíkindum að fólk vilji ekki hafa þessa starfsemi í nálægð við sig og það komi í veg fyrir að Reykjavíkurborg og Samhjálp geti keypt nýtt húsnæði undir þessa nauðsynlegu starfsemi. 

Það hefur verið reynt í a.m.k. tvö ár að finna nýtt húsnæði en ekkert gengið. Ótal hús hafa verið skoðuð en ekkert gengið í að ná samningum um kaup. Ég held að nágrannalýðræðið sé orðið of mikið. 


mbl.is Kaffistofu Samhjálpar lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berjablámi

Berjabláminn er allsráðandi á heimilinu þessa stundina. Við Sveinn skiptumst á að útbúa saft og sultur úr þeim berjum sem við höfum tínt síðustu daga á Seyðisfirði og á Reykjanesi. Sveinn fór á Seyðisfjörð og týndi það kynstrin öll af aðalbláberjum en borgarfulltrúin fór í land Reykjavíkur nánar tiltekið í Reykjanesfólksvang og náði þar í talsvert af bláberjum og krækiberjum. 

Nú hafa vísindamenn komist að því að bláberin séu það hollasta sem maður lætur ofan í sig. Þau eru ekki bara holl heldur afskaplega góð afsökun til að fá sér rjóma og sykur. Ég held að vísindin hafi litið fram hjá þessum aukaefnum sem oftast fylgja bláberjunum þegar þau rata inn fyrir minn munn.

Jæja, nú þarf ég að klára. Á morgun er borgarstjórnarfundur þar sem tekist verður á um hlutafélagavæðingu Orkuveitunnar sem við Reykvíkingar eigum sameiginlega. Þá eru einnig á dagskrá löggæslumálin sem við í Samfylkingunni höfum látið til okkar taka og eins manneklumálin. Af nógu er að taka. 


« Fyrri síða

Höfundur

Björk Vilhelmsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir

borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og áhugakona um samfélagið.

bjork@reykjavik.is 

sími 862-1302

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband