Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
31.3.2007 | 12:33
Gerist ekki nema ...
Afdrif frumvarpsins um viðkenningu táknmálsins var raunveruleg viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar. Þessi afstaða kom ekki á óvart þar sem hún er í samræmi við svo margt sem ríkisstjórn fjármagnsins og einstaklingshyggjunnar hefur sýnt og tengist jöfnuði meðal fólks. Nú fyrir kosningar mætti ætla að allir stjórnmálaflokkar, þ.á.m. þeir sem stjórnað hafa landsmálunum í 12 ár, vilji setja velferð fólks í öndvegi. Öryrkjar og aldraðir sem hafa ítrekað þurft að leita réttar síns í dómstólum og þeir sem búa við sára fátækt og njóta ekki aukins kaupmáttar munu væntanlega ekki láta blekkjast. Ég þakka ungum jafnaðarmönnum fyrir að minna okkur á afdrif frumvarpsins um viðkenningu táknmálsins.
Til að allir íslendingar verði jafnir þarf því að skipta út ríkisstjórn, það munum við gera 12. maí næstkomandi. Ég hlakka til!
Ungir jafnaðarmenn vilja að allir Íslendingar verði viðurkenndir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2007 | 21:01
Þjónustumiðstöðvar í hættu?
Borgarstjórn var að samþykkja nú með 8 atkvæðum gegn 7 að færa Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar undir Velferðarsvið. Ástæða þess að minnihlutinn er andsnúin þessari breytingu er hættan á að sú samþætta þjónusta sem veitt er á miðstöðvunum muni breytast.
Hættan er tilkomin vegna óeiningar meirihlutans sem fram koma í ótrúlega mótsagnakenndum málflutningi í borgarstjórn. Sem dæmi var talað um að stjórnsýsla þjónustumiðstöðvanna myndi engu breyta enda allir sammála um ágæti þjónustumiðstöðvanna. Síðan var sagt að breytingar yrðu kannski ekki að svo stöddu og formaður velferðarráðs vissi ekki hvernig ætti að bregðast við umsögn meirihluta leikskólaráðs þar sem sagði m.a. leikskólaráð telur það ekki til hagsbóta fyrir leikskóla borgarinnar að þau málefni leikskóla sem þjónustumiðstöðvar sinni nú verði flutt undir Velferðarsvið, og að sérfræðiráðgjöf við leikskóla sé eðli sínu ekki velferðarmál. Kannski myndi þetta jú kalla á einhverjar breytingar.
Svo virðist sem meirihlutinn skilji ekki hvað felist í samþættri þjónustu þar sem verkefni heyra ekki undir ákveðin svið heldur taki mið af þörfum íbúanna sem taka þátt í lausn þeirra.
Við í borgarstjórn erum kosin af borgarbúum til að gæta þess að þjónustan sem og annað taki mið af þeirra þörfum, en svo virðist sem meirihlutinn sé í borgarstjórn til að gæta hagsmuna stjórnsýslunnar. Í skýrslu um stjórnsýslu velferðarmála sem Invis ehf. gerði fyrir velferðarráð kom skýrt fram að kostir þjónustumiðstöðva væru miklir fyrir íbúanna en gallarnir við núverandi fyrirkomulag væru einungis í stjórnsýslunni. Fyrir hverja erum við að vinna.
Við afgreiðslu borgarstjórnar bókuðu fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista "Það vekur sannarlega furðu að meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks skuli nú samþykkja að starfsemi þjónustumiðstöðva verði flutt undir velferðarsvið. Svo virðist sem meirihlutinn sé með bundið fyrir augu og eyru þegar kemur að því að taka tillit til þeirra umsagna sem fengust frá fagráðum borgarinnar og bentu til óeiningar um þessa ráðstöfun, bæði innan fagsviðanna og ekki síður innan meirihlutans. Í umræddum umsögnum tala fagráð borgarinnar ekki einum rómi um fyrirkomulag þjónustumiðstöðvanna. Fyrir liggur að tillagan sem hér hefur verið afgreidd byggir ekki á umsögnum, faglegum rökum eða skilningi á grundvelli hverfistengdrar grunnþjónustu. Það má ljóst vera að grundvöllur þjónustu borgarinnar hlýtur að vera sátt og samstaða. Allar þjónustukannanir hafa staðfest mikla og vaxandi ánægju með þjónustumiðstöðvarnar. Þar sem hagsmunir borgarbúa eru í húfi þarf að útfæra allar breytingar í sátt við þá sem þjónustuna nota, þá sem hana veita og aðra samstarfsaðila. Tillögu þessa efnis var hafnað og það ber að harma. Hagsmunir borgarbúa eiga að mati Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista að vega þyngra en hagsmunir stjórnsýslunnar eða einstakra stjórnmálamanna."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2007 | 15:49
Öfugmæli meirihlutans
Borgarstjórn ræðir nú 3ja ára áætlun, fjármál borgarinnar árin 2008 - 2010. Þar hélt ég smá ræðu um velferðar- og umhverfismál sem ég læt hér fylgja í heild sinni fyrir þá lesendur sem eru sérlega áhugasamir um borgarpólitíkina.
Um velferðarmálin sagði ég þetta helst: Við í Samfylkingu styðjum 1. samþætta og aukna þjónustu við aldraða og fatlaða í heimahúsum 2. aukna áherslu á forvarnarstarf, barnavernd, og stuðning við fátæk börn 3. þá styðjum við áherslu á endurhæfingu og starfsþjálfun og 4. bætta þjónustu við innflytjendur.
Við teljum hins vegar að það þurfi fjármagn til að koma þessu til leiðar. Ég finn það ekki í 3ja ára áætlun. Útgjöld til velferðarmála aukast um 1.3 4.2% á árunum 2008 2010 sem er nokkuð undir tekjuaukningu borgarsjóðs á sama tíma og heldur ekki í við umsvif vegna væntanlegrar íbúafjölgunar. Velferðarmálin halda því ekki hlutfalli sínu sem er öfug þróun við það sem áður var þar sem hlutfallið jókst til velferðarmála á síðasta kjörtímabili þar sem þau áhersluatriði sem Velferðarsvið ætlar að hafa að leiðarljósi voru sett á. Um þessi áhersluatriði hefur verið pólitísk samstaða en það er ekki samstaða um að hlutfall gjalda til velferðarsviðs muni hopa í niðurskurði sem hlýtur að koma á móts við það sem á að auka. Meirihluti Framsóknar og Sjálfsstæðisflokks hefur mikið talað um uppbyggingu hjúkrunarheimila og sagði borgarstjóri í fyrri ræðu sinni að ekkert hefði verið gert í þeim málum á síðasta kjörtímabili. Það er ósatt. Þrátt fyrir að ríkisvaldið hafi ekki staðið við samkomulag frá 2002 um byggingu 3ja nýrra heimila vegna óeiningar milli Framsóknar og Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn já þrátt fyrir það þá byggðum við á eigin kostnað eina hæð ofan á hjúkrunarheimilið Droplaugarstaði sem er alfarið í eigu borgarinnar og það sem meira er þá gerðum við öll herbergin á heimilinu að einstaklingsherbergjum og erum því annað hjúkrunarheimilið sem býður upp á þessi sjálfsögðu réttindi aldraðra sem misst hafa heilsuna.
- Í orðum meirihluti Framsóknar og Sjálfsstæðisflokks er heitið umtalsverðri fjölgun hjúkrunarrýma á kjörtímabilinu. Allar efndirnar sem sjá má í þriggja ára áætlun eru þrjú ný hjúkrunarheimili, þau sömu sem Reykjavíkurborg var búin að semja um í fyrri meirihluta og gera ráð fyrir.
- Talað um áætlun um bætta heimaþjónustu og fjölgun dagvistarrýma sem liggja átti fyrir síðastliðið haust. Nú er að koma vor og enn liggur þessi áætlun ekki fyrir og ekki að finna í þriggja ára áætlun
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2007 | 15:32
Laugardalurinn og geðfatlaðir
Minni áhugasamt fólk um Laugardalinn og ekki síður þá sem spenntir eru fyrir uppbyggingu í þágu geðfatlaðra á opin fund um skipulag við Holtaveg sem haldinn verður á fimmtudag kl. 20. Reykjavíkurborg auglýsir nú breytingu á deiliskipulagi til að koma upp 2 sambýlum fyrir geðfatlaða en í dag er þetta opið grænt svæði og eðlilega vilja margir halda því þannig. Þetta er heitt mál í hverfinu í námunda við Langholtsskóla og ekki síður hjá þeim sem hafa beðið lengi eftir uppbyggingu til að koma geðfötluðum út af stofnunum og inn á heimili.
Um það varð pólitísk samstaða í skipulagsráði og borgarráði að setja þessa tillögu í auglýsingu, þar sem talið var að sátt næðist um þessa uppbyggingu. Borgaryfirvöld hafa litið til þessa svæðis þar sem það er skilgreint í aðalskipulagi sem íbúðasvæði, en í síðasta deildskipulagi er það þó skilgreint sem útivistar- og garðsvæði.
Fundarboðið: Hverfisráð Laugardals boðar til opins kynningarfundar fimmtudaginn 29. mars nk. í samvinnu við Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar og Íbúasamtök Laugardals um fyrirhugaða byggingu tveggja, 2ja hæða íbúðahúsa við Holtaveg sem hýsa eiga íbúðir fyrir geðfatlaða
Fundurinn verður haldinn í Langholtsskóla og hefst kl. 20:00
Tillöguna má skoða á heimasíðu Skipulags- og byggingarsviðs með því að smella hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.3.2007 | 13:36
Skautað á nagladekkjum
Ég verð að fá að svara samborgurum mínum sem hafa tröllatrú á nagladekkjum í hálku eins og myndaðist í morgun. Ég bý í Efra Breiðholti og lagði af stað frá heimili mínu kl. 8.01 (11 mín of seint) í morgun. Umferðarteppa hafði myndast þar sem bílar gátu vart keyrt niður brekkuna úr Hólahverfi niður að Höfðabakka. Á undan mér voru 2 bílar á nöglum sem bókstaflega skautuðu niður brekkuna og gat ég ekki séð aðra ástæðu en einmitt nagladekkinn. Ég á mínum litla Subaru sem er raunar fjórhjóladrifin keyrði rólega niður án þess að renna / skauta, enda á ónelgdum vetrardekkum.
Meira að segja á dögum sem þessum er erfitt að réttlæta nagladekk a.m.k. ekki í bröttum brekkum. En mest um vert er þó að ekki hafi hlotist alvarleg slys á fólki í þessari miklu hálku. Ég vona að okkar æðri máttur verði yfir okkur öllum í umferðinni það sem eftir lifir dags.
Tafir og umferðaróhöpp einkenndu umferðina í morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2007 | 00:14
Samganga í Laugardal
Í dag laugardaginn 24. mars kl. 13 ætlum við Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður ásamt fríðu föruneyti að ganga um Laugardalinn undir stjórn Guðnýjar Aradóttur stafgöngukennara. Á eftir verður farið í heita pottinn og rætt um stöðuna í pólitíkinni. Ekki er nauðsynlegt að mæta með göngustafi og gangan er sérstaklega hentug þeim sem eru með börn í vögnum, kerrum og eða hjólum. Mikið hlakka ég til!
Við hittumst við anddyri Laugardalslaugarinnar - enda sund að lokinni göngu!!!
Samfylkingin stendur nú fyrir samgöngum alla laugardaga kl. 13 - 14. Gengið er um hin ýmsu hverfi borgarinnar undir stjórn þeirra sem þar þekkja til. Frábær leið til að koma sér á af stað á laugardegi og vera í samskiptum við gott og jákvætt fólk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.3.2007 | 15:21
Japl, jamm og fuður
Það er ótrúlegt að loks þegar framboðið er kynnt, nokkrum vikum eftir að tilkynnt var um að það stæði til, þá sé undirbúningur komin svo skammt á veg að hvorki sé hægt að kynna frambjóðendur né stefnu. Það hlýtur að vera eitthvað sem tefur. Kannski það sé hin pólitíska skilgreining sem var í upphafi hægra megin við miðju en er nú komin á miðjuna.
Annars óska ég þeim velfarnaðar.
Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2007 | 14:31
Ágreiningur um þjónustu við borgarbúa
Þjónustumiðstöðvar eru nú starfræktar á sex stöðum í borginni og er ætlað að tryggja borgarbúum aðgengilega, heildstæða og markvissa þjónustu sem er til þess fallinn að auka félagsauð og samstarf í hverfum sem leiðir til öflugri hverfavitundar. Þessi þverfaglega og hverfistengda framkvæmd þjónustu hefur fyrir löngu sannað sig með hinu 10 ára gamla tilraunarverkefni, Miðgarði í Grafarvogi. Á þeim tæpu tveimur árum sem sex þjónustumiðstöðvar hafa verið starfandi hafa þær ekki síður náð að festa sig í sessi og ánægja íbúa með þjónustu þeirra hefur vaxið umtalsvert á þeim stutta reynslutíma sem þær hafa fengið til að þróast.
Svo virðist sem meirihluti borgarráðs sé með bundið fyrir augu og eyru þegar kemur að því að taka tillit til alls þess sem fram kemur í umsögnum frá fagráðum borgarinnar því það er fjarri að fagráðin tali einum rómi um fyrirkomulag þjónustumiðstöðvanna. Í umsögn meirihluta leikskólaráðs segir leikskólaráð telur það ekki til hagsbóta fyrir leikskóla borgarinnar að þau málefni leikskóla sem þjónustumiðstöðvar sinni nú verði flutt undir Velferðarsvið, menntaráð telur í sinni umsögn eðlilegt að sérfræðiþjónusta grunnskóla heyri beint undir Menntasvið og loks segir í umögn ÍTR að eðlilegt sé að taka upp viðræður um sérstaka þjónustusamninga ef af breytingum verður. Af þessu má álykta að samþykkt borgarráðs byggir ekki á umsögnum, faglegum rökum, hagsmunum borgarbúa eða skilningi á grundvelli hverfistengdrar grunnþjónustu. Meirihlutinn felldi málsmeðferðartillögu frá Samfylkingu og Vinstri grænum um að leita umsagna hjá þjónustumiðstöðvum, hverfaráðum og samstarfsaðilum í hverfunum til að sem flest og skýrust sjónarmið kæmu fram fyrir svo afdrifaríka ákvörðun. Hér eru hagsmunir borgarbúa í húfi og þarf því að útfæra allar breytingar í sátt við þá sem þjónustuna nota, sem hana veita og aðra samstarfsaðila. Þessir hagsmunir eiga að mati Samfylkingar og Vinstri grænna að vega þyngra en hagsmunir stjórnsýslunnar eða einstakra stjórnmálamanna.Ágreiningur varð í borgarráði við afgreiðslu þessa máls þar sem fulltrúar Samfylkingin og Vinstri - grænir greiddu atkvæði ámóti. Málið fer því til borgarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
20.3.2007 | 15:17
Ræða um 3ja ára áætlun
Sendi ykkur ræðu mína af borgastjórnarfundi í dag. Fór reyndar oft út út textanum og talaði frá hjartanu sem er ágætt. En hér er að finna áherlsur mínar í borgarpólitíkinni sem ég á reyndar eftir að vinna betur út. og setja í minni texta hér á heimasíðunni minni.
19.3.2007 | 21:51
3ja ára áætlun
Sit við og rýni í 3ja ára áætlun meirihluta Framsóknar og Sjálfsstæðisflokks í Reykjavíkurborg. Það er alveg ljóst að raunveruleikinn þ.e. fjármagnið er ekki í samræmi við fögur orð og fyrirætlanir um blóm í haga. En 3ja ára áætlun er trúnaðarmál þar til borgarstjóri hefur kynnt hana á morgun, þannig að ég hvet lesendur til að fylgjast með eftir borgarstjórnarfund sem haldinn verður um áætlunina á morgun kl. 14. Ég mun væntanlega segja álit mitt hér á þessari síðu
Bloggvinir
- Guðfinnur Sveinsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Trúnó
- Karl V. Matthíasson
- Hreinn Hreinsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Agnar Freyr Helgason
- Páll Einarsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Vefritid
- Gunna-Polly
- Heidi Strand
- Ibba Sig.
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guttormur
- Inga Lára Helgadóttir
- Steindór Grétar Jónsson
- Guðmundur Auðunsson
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ása Richardsdóttir
- superhúsfrú
- Toshiki Toma
- Haukur Már Haraldsson
- Svava frá Strandbergi
- Regína Ásvaldsdóttir
- Sveinn Arnarsson
- Alma Joensen
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Ásgeir Eiríksson
- Egill Gomez
- gudni.is
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Helga Dóra
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Júlíus Valsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sigurður Kaiser
- Sæþór Helgi Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar